Reiknuðu út að dauðafærin hefðu átt að skila Íslandi í undanúrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 11:01 Ómar Ingi Magnússon var ekki sá eini sem klikkaði á góðum færum á þessu Evrópumóti. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið hefði ekki aðeins komist í umspilið um sæti á næstu Ólympíuleikum heldur hefði líklegast einnig spilað um verðlaun á Evrópumótinu ef liðið hafði nýtt dauðafærin sín á mótinu í Þýskalandi. Mikið hefur verið rætt, skrifað og skrafað um slæma færanýtingu íslensku strákanna úr hornum og úr vítum auk annarra dauðafæra. Það voru vissulega færi til að fá miklu meira út úr leikjum liðsins á EM í Þýskalandi. HB Statz tók saman sína tölfræði á leikjum Íslands á Evrópumótinu og þar á meðal er nýjasti tölfræðiþáttur veitunnar sem er Xg eða áætluð mörk. Við könnumst við þetta úr fótboltanum en þar eru upplýsingar um færanýtingu frá fyrri tímum notuð til að reikna út líkur á marki í hverri skottilraun. HB Statz reiknar einnig út samskonar líkur en bara í handboltaleikjum og út frá tölfræði sem tölfræðiveitan tekur saman. Samkvæmt útreikningi HB Statz þá hefði gengi íslenska liðsins átt að vera allt annað í leikjum liðsins á mótinu. Ef tekin eru áætluð mörk í leikjunum hjá báðum liðum þá fékk veitan út áætluð úrslit úr leikjum út frá þeim færum sem voru í boði. Út frá sköpuðu færum hefði íslenska liðið unnið alla leiki sína í riðlinum og farið með tvö stig í milliriðilinn. Í milliriðlinum hefði íslenska liðið síðan unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli (við Frakka) og aðeins tapað leiknum við Þjóðverja. Það hefði þýtt sjö stig og sex mörk í plús sem hefði líklegast dugað liðinu í undanúrslitin. Svona leikur á tölum gerir líklega ekkert annað en að svekkja strákana og fjölmarga stuðningsmanna þeirra enn meira en bendir líka á aðalvandamálið á mótinu sem var ekki að skapa færin heldur nýta þau. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz) EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Mikið hefur verið rætt, skrifað og skrafað um slæma færanýtingu íslensku strákanna úr hornum og úr vítum auk annarra dauðafæra. Það voru vissulega færi til að fá miklu meira út úr leikjum liðsins á EM í Þýskalandi. HB Statz tók saman sína tölfræði á leikjum Íslands á Evrópumótinu og þar á meðal er nýjasti tölfræðiþáttur veitunnar sem er Xg eða áætluð mörk. Við könnumst við þetta úr fótboltanum en þar eru upplýsingar um færanýtingu frá fyrri tímum notuð til að reikna út líkur á marki í hverri skottilraun. HB Statz reiknar einnig út samskonar líkur en bara í handboltaleikjum og út frá tölfræði sem tölfræðiveitan tekur saman. Samkvæmt útreikningi HB Statz þá hefði gengi íslenska liðsins átt að vera allt annað í leikjum liðsins á mótinu. Ef tekin eru áætluð mörk í leikjunum hjá báðum liðum þá fékk veitan út áætluð úrslit úr leikjum út frá þeim færum sem voru í boði. Út frá sköpuðu færum hefði íslenska liðið unnið alla leiki sína í riðlinum og farið með tvö stig í milliriðilinn. Í milliriðlinum hefði íslenska liðið síðan unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli (við Frakka) og aðeins tapað leiknum við Þjóðverja. Það hefði þýtt sjö stig og sex mörk í plús sem hefði líklegast dugað liðinu í undanúrslitin. Svona leikur á tölum gerir líklega ekkert annað en að svekkja strákana og fjölmarga stuðningsmanna þeirra enn meira en bendir líka á aðalvandamálið á mótinu sem var ekki að skapa færin heldur nýta þau. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz)
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita