Viðskipti innlent

Ríkið greiði starfs­mönnum Hvals laun

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, hefur áður lýst því yfir að félagið myndi krefjast skaðabóta.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, hefur áður lýst því yfir að félagið myndi krefjast skaðabóta. Vísir/Vilhelm

Hvalur hf. fer fram á að íslenska ríkið greiði starfsmönnum fyrirtækisins laun fyrir þann tíma sem bann stjórnvalda gegn hvalveiðum gilti í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í kröfu Hvals sem send var á ríkislögmann.

Eins og fram hefur komið mat umboðsmaður Alþingis það svo að ákvörðun Svandísar og reglugerð hennar um tímabundið bann hafi verið ólögmæt. Þá lýsti Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. því yfir að fyrirtækið myndi sækja bætur vegna þessa.

Ríkisútvarpið greinir frá því að krafa fyrirtækisins hafi nú verið send ríkislögmanni. Þar kemur fram að félagið telji það einsýnt að það eigi skaðabótakröfu á hendur ríkisins vegna þess fjártjóns sem félagið hafi orðið fyrir vegna málsins.

Verkalýðsfélag Akraness og Félag skipstjórnarmanna hafi lýst því yfir að starfsmenn fyrirtækisins eigi launakröfur á hendur fyrirtækisins vegna tímabilsins þar sem bann var í gildi. Bannið gilti frá 20. júní 2023 til 1. september.

Lítur fyrirtækið svo á að haganlegast væri ef ríkið greiddi bætur til starfsmanna fyrirtækisins og þeirra sem eiga í hlut, í samræmi við þeirra tekjumissi. Óskar fyrirtækið eftir viðræðum við ríkið um bótauppgjör.

Segir fyrirtækið að mögulegt væri fyrir íslenska ríkið og Hval að gera samkomulag um aðila sem metið geti tjón félagsins í formi utanréttarmatsgerðar. Matið yrði ekki bindandi, fyrir hvorugan aðila.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×