Viðskipti innlent

Ellefu sagt upp hjá Sýn í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ellefu var sagt upp hjá Sýn í dag.
Ellefu var sagt upp hjá Sýn í dag. Vísir

Ellefu starfsmönnum var sagt upp hjá Sýn í dag. Uppsagnirnar eru þvert á allt fyrirtækið og segir nýr forstjóri erfitt rekstrarumhverfi að baki uppsögnunum.

Fimm starfsmönnum var sagt upp hjá Vodafone, tveimur hjá innviðum Sýnar, þremur í nýsköpunarrekstri og einum hjá miðlum. Engar fleiri uppsagnir fyrirhugaðar að svo stöddu. 450 starfa hjá Sýn. 

„Við erum að bregðast við erfiðu ytra umhverfi og það er ástæða þess að við gerum þetta,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. 

 Uppsagnirnar eru meðal fyrstu verkefna Herdísar Drafnar Fjeldsted, sem ráðin var forstjóri sýnar í upphafi mánaðar. Hún tók við störfum 11. janúar síðastliðinn en Páll Ásgrímsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sýnar, hafði gengt starfi forstjóra frá miðjum október eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar. 

Vísir er í eigu Sýnar.


Tengdar fréttir

Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar

Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×