Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2024 22:16 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að létta af sér á fundi með leikmönnum í dag. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. „Ég læri eitthvað á hverjum degi og í hverjum einasta leik. En ég er ekki kominn á þann stað að fara að gera hlutina upp. Ég er bara í einhverju skrímsli sem stórmót er, og tek á því sem fyrir höndum ber. Ég hef nógan tíma í febrúar til að fara yfir hvað ég tek út úr mótinu,“ sagði Snorri Steinn á fjölmiðlahittingi á hóteli landsliðsins í Köln í dag. Ísland hefur í síðustu leikjum átt við stórlið Frakklands og Þýskalands, og ljóst er að handknattleikssambönd þessara landa hafa úr talsvert meira fjármagni að spila en það íslenska. Er eitthvað sérstakt sem Snorri myndi nýta aukið fjármagn í, til að bæta umgjörðina á stórmóti? „Nei. Mér finnst fáránlega vel að þessu staðið hjá okkur. Hópurinn flottur og teymið frábært. Þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta eru hlutir sem ég velti ekki fyrir mér. Fjármunir þessara sambanda eru ekki ástæðan fyrir því að við höfum ekki verið nógu góðir.“ Klippa: Snorri hélt þungan fund í dag Snorri fór ekki leynt með það hve miklum vonbrigðum frammistaðan gegn Frökkum olli honum. „Þetta var þungur fundur áðan. Ég þurfti að létta af mér. Það er ég sem ber ábyrgð á því að frammistaðan hafi verið léleg. Það er líka á mína ábyrgð þá að rífa þetta í gang. Menn eru sárir og svekktir, ég finn það alveg, og það er bara eðlilegasti hlutur í heimi. En ég hef samt sem áður bullandi trú á þessum strákum. Að þeir geti sýnt hvað raunverulega býr í þeim því ég vil meina, og þeir sjálfir, að við eigum nóg inni.“ „Alltaf erfitt að eiga við Króata“ Besta leiðin til að sýna það er gegn öflugu liði Króata á morgun, en Króatía er aðeins með eitt stig og getur Ísland því farið upp fyrir Króata með sigri. „Ég held að það sé alltaf erfitt að eiga við Króata. Sagan segir okkur það. Mér finnst þeir hafa sett saman flott lið. Búnir að yngja vel upp. Margir gaurar sem hafa verið í Zagreb og í Meistaradeildinni. Líta vel út. Erfiðir við að eiga. Það er eitt og annað sem við þurfum að varast en fyrst og fremst þurfum við að kíkja á okkur sjálfa og viðurkenna að það vantaði fullt upp á eigin frammistöðu. Við þurfum að kalla hana fram og þá getum við kannski komið í veg fyrir eitthvað sem Króatarnir gera,“ sagði Snorri. Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Fótbolti Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
„Ég læri eitthvað á hverjum degi og í hverjum einasta leik. En ég er ekki kominn á þann stað að fara að gera hlutina upp. Ég er bara í einhverju skrímsli sem stórmót er, og tek á því sem fyrir höndum ber. Ég hef nógan tíma í febrúar til að fara yfir hvað ég tek út úr mótinu,“ sagði Snorri Steinn á fjölmiðlahittingi á hóteli landsliðsins í Köln í dag. Ísland hefur í síðustu leikjum átt við stórlið Frakklands og Þýskalands, og ljóst er að handknattleikssambönd þessara landa hafa úr talsvert meira fjármagni að spila en það íslenska. Er eitthvað sérstakt sem Snorri myndi nýta aukið fjármagn í, til að bæta umgjörðina á stórmóti? „Nei. Mér finnst fáránlega vel að þessu staðið hjá okkur. Hópurinn flottur og teymið frábært. Þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta eru hlutir sem ég velti ekki fyrir mér. Fjármunir þessara sambanda eru ekki ástæðan fyrir því að við höfum ekki verið nógu góðir.“ Klippa: Snorri hélt þungan fund í dag Snorri fór ekki leynt með það hve miklum vonbrigðum frammistaðan gegn Frökkum olli honum. „Þetta var þungur fundur áðan. Ég þurfti að létta af mér. Það er ég sem ber ábyrgð á því að frammistaðan hafi verið léleg. Það er líka á mína ábyrgð þá að rífa þetta í gang. Menn eru sárir og svekktir, ég finn það alveg, og það er bara eðlilegasti hlutur í heimi. En ég hef samt sem áður bullandi trú á þessum strákum. Að þeir geti sýnt hvað raunverulega býr í þeim því ég vil meina, og þeir sjálfir, að við eigum nóg inni.“ „Alltaf erfitt að eiga við Króata“ Besta leiðin til að sýna það er gegn öflugu liði Króata á morgun, en Króatía er aðeins með eitt stig og getur Ísland því farið upp fyrir Króata með sigri. „Ég held að það sé alltaf erfitt að eiga við Króata. Sagan segir okkur það. Mér finnst þeir hafa sett saman flott lið. Búnir að yngja vel upp. Margir gaurar sem hafa verið í Zagreb og í Meistaradeildinni. Líta vel út. Erfiðir við að eiga. Það er eitt og annað sem við þurfum að varast en fyrst og fremst þurfum við að kíkja á okkur sjálfa og viðurkenna að það vantaði fullt upp á eigin frammistöðu. Við þurfum að kalla hana fram og þá getum við kannski komið í veg fyrir eitthvað sem Króatarnir gera,“ sagði Snorri. Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Fótbolti Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira