„Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2024 11:55 Jóhannes Þór segir að til framtíðar verði að liggja fyrir áætlanir fyrir atvinnustarfsemi í Svartsengi. Vísir/Arnar Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Opnunin nær til lónsins sjálfs, kaffihússins, vetiingastaðarins Laca, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vef lónsins var ákvörðunin tekin í nánu samráði við yfirvöld. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar opnuninni. „Ég held að það sé bara afar mikilvægt að það sé hægt að halda uppi starfsemi fyrirtækjanna í Svartsengi, þegar öryggisaðstæður sýna að það er mögulegt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SA. Bláa lónið sé mikilvægasta vörumerki Íslands út á við. „Það er mjög mikið af gestum sem sækja Bláa lónið, af heildargestafjölda sem kemur til landsins,“ segir Jóhannes og bætir við að á síðasta ári hafi um annar hver ferðamaður sem hingað kom farið í Bláa lónið. Önnur staða en í Grindavík Um gagnrýni á að lónið geti verið opið en ekki sé ráðist í verðmætabjörgun í Grindavík segir Jóhannes að Svartsengi sé í annarri stöðu en Grindavíkurbær. „Miðað við hættumat Veðurstofunnar þá myndi gos innan varnargarðanna utan um Svartsengi þýða töluvert langan aðdraganda, fjórar til sjö klukkustundir að minnsta kosti. Því myndu fylgja miklir jarðskjálftar. Þetta eru svona þær upplýsingar sem gefnar hafa verið út.“ Bláa lónið og önnur fyrirtæki á svæðinu hafi sýnt fram á að rýmingar geti gengið hratt fyrir sig. Hættan sé því í lágmarki. „Ég ætla hins vegar ekki að leggja mat á það hvort fólk eigi að fá að sækja verðmæti í Grindavík, ég vona að það gerist sem fyrst,“ segir Jóhannes. Til framtíðar skipti mestu máli varðandi atvinnustarfsemi í Svartsengi að fyrir liggi lausnir og skýrar áætlanir um rýmingar, lokanir og opnanir eftir atvikum. „Þannig að þetta geti virkað til lengri tíma, því hinn möguleikinn er sá að þessi starfsemi verði lögð niður og það er bara einfaldlega ekki í boði.“ Grindavík Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. 18. janúar 2024 13:47 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Opnunin nær til lónsins sjálfs, kaffihússins, vetiingastaðarins Laca, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vef lónsins var ákvörðunin tekin í nánu samráði við yfirvöld. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar opnuninni. „Ég held að það sé bara afar mikilvægt að það sé hægt að halda uppi starfsemi fyrirtækjanna í Svartsengi, þegar öryggisaðstæður sýna að það er mögulegt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SA. Bláa lónið sé mikilvægasta vörumerki Íslands út á við. „Það er mjög mikið af gestum sem sækja Bláa lónið, af heildargestafjölda sem kemur til landsins,“ segir Jóhannes og bætir við að á síðasta ári hafi um annar hver ferðamaður sem hingað kom farið í Bláa lónið. Önnur staða en í Grindavík Um gagnrýni á að lónið geti verið opið en ekki sé ráðist í verðmætabjörgun í Grindavík segir Jóhannes að Svartsengi sé í annarri stöðu en Grindavíkurbær. „Miðað við hættumat Veðurstofunnar þá myndi gos innan varnargarðanna utan um Svartsengi þýða töluvert langan aðdraganda, fjórar til sjö klukkustundir að minnsta kosti. Því myndu fylgja miklir jarðskjálftar. Þetta eru svona þær upplýsingar sem gefnar hafa verið út.“ Bláa lónið og önnur fyrirtæki á svæðinu hafi sýnt fram á að rýmingar geti gengið hratt fyrir sig. Hættan sé því í lágmarki. „Ég ætla hins vegar ekki að leggja mat á það hvort fólk eigi að fá að sækja verðmæti í Grindavík, ég vona að það gerist sem fyrst,“ segir Jóhannes. Til framtíðar skipti mestu máli varðandi atvinnustarfsemi í Svartsengi að fyrir liggi lausnir og skýrar áætlanir um rýmingar, lokanir og opnanir eftir atvikum. „Þannig að þetta geti virkað til lengri tíma, því hinn möguleikinn er sá að þessi starfsemi verði lögð niður og það er bara einfaldlega ekki í boði.“
Grindavík Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. 18. janúar 2024 13:47 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. 18. janúar 2024 13:47