JBT uppfærir mögulegt tilboð í öll hlutabréf Marels Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2024 08:51 Höfuðstöðvar Marels í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Matvælatæknifyrirtækið John Bean Technologies Corporation hefur sent Marel uppfærða óskuldbindandi viljayfirlýsingu varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu á verðinu 3,60 evrur á hlut. Stjórnarformaður Marel segir góð rök fyrir sameiningu félaganna. Frá þessu segir í tilkynningu frá Marel þar sem greinir einnig frá því að lýst sé yfir að JBT ætli sér að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í Marel á fyrsta ársfjórðungi 2024, með samruna félaganna að markmiði. „Viljayfirlýsing þessi kemur í kjölfar fyrri yfirlýsinga frá JBT sem tilkynnt var um annars vegar 24. nóvember 2023 og hins vegar 13. desember 2023. Stjórn Marel hefur metið framangreindar viljayfirlýsingar af kostgæfni. Marel hefur átt í uppbyggilegu samtali við JBT og hefur stjórn félagins í kjölfarið lagt mat á uppfærða viljayfirlýsingu með tilliti til verðs og helstu skilmála. Stjórn Marel telur ávinning geta falist í sameinuðu félagi og hefur því ákveðið að ganga til frekari viðræðna við JBT og þar með opna á formlegt samtal á milli félaganna. Í framhaldinu er stefnt að gagnkvæmri afmarkaðri áreiðanleikakönnun (e. confirmatory due diligence). Viljayfirlýsingunni fylgdi óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7% hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að gert yrði ráð fyrir sveigjanleika í vali á samsetningu endurgjalds til hluthafa. Sem endurgjald fyrir hvern hlut í Marel, geti hluthafar Marel valið á milli þess að fá greitt 3,60 evrur á hvern hlut, blöndu af því að afhentan hlut í JBT og reiðufé, eða þá fá hlut í JBT. Góð rök fyrir sameiningu Haft eftir Arnari Þór Mássyni, stjórnarformanni Marels, að í framhaldi af virku samtali við JBT síðustu vikur hafi Marel móttekið uppfærða viljayfirlýsingu frá JBT um mögulegan samruna félaganna. „Stjórn félagsins hefur sterka trú á Marel sem sjálfstæðu félagi en það er niðurstaða okkar eftir að hafa metið yfirlýsingu JBT af kostgæfni, að góð rök séu fyrir sameiningu félaganna fyrir hluthafa Marel og aðra hagaðila. Skilmálar yfirlýsingarinnar eru álitlegir og fela í sér tækifæri fyrir hluthafa Marel að taka þátt í frekari virðissköpun til framtíðar. Af því leiðir að stjórn Marel styður að farið verði í formlegar viðræður við JBT og fýsileiki samruna kannaður á grundvelli þessara skilmála,“ segir Arnar Þór. Áfram starfrækt í Garðabæ Í viljayfirlýsingunni segir að gangi sameining félaganna eftir myndi sameinað félag muni bera nafnið JBT Marel Corporation. Sameinað félag yrði skráð á Nasdaq á Íslandi til viðbótar við núverandi skráningu hlutabréfa JBT á New York Stock Exchange (NYSE). Þá myndi sameinað félag viðhalda vörumerki Marel á helstu markaðssvæðum og starfrækja evrópskar höfuðstöðvar og tækniþróunarsetur í Garðabæ, en höfuðstöðvar verði í Chicago, Illinois í Bandaríkjunum. Ennfremur segir að samsetning stjórnar sameinaðs félags muni samsvara þeim eignarhlutföllum sem lagt er upp í sameinuðu félagi. Lykilskilmálar og fyrirvarar viljayfirlýsingar Í viljayfirlýsingu JBT koma fram eftirfarandi lykilskilmálar, sem háðir eru jákvæðri afstöðu stjórnar Marel: 1. Tillaga að verðmati/greiðslufyrirkomulagi: Í viljayfirlýsingu JBT er fyrirhugað verð 3,60 evrur á hlut (538 kr. á hlut miðað við miðgengi ISK/EUR Seðlabanka Íslands þann 18. janúar 2024) fyrir allt útistandandi hlutafé í Marel. Verðmatið byggir á þeirri forsendu að útistandandi hlutir í Marel séu 754 milljónir (a.t.t. allra mögulegra óútgefinna hluta) og staða nettó vaxtaberandi skulda (að meðtöldum leiguskuldbindingum) nemi 871,9 milljónum evra þann 30. september 2023. 2. Endurgjald: Viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir sveigjanleika í vali á samsetningu endurgjalds. Sem endurgjald fyrir hvern hlut í Marel, geti hluthafar Marel valið á milli eftirtalinna kosta: Að fá greiddar 3,60 evrur í reiðufé. Að fá afhenta 0,0265 hluti í JBT og 1,26 evrur í reiðufé. Fá afhenta 0,0407 hluti í JBT. Val um samsetningu endurgjalds takmarkast hins vegar af því að vegið meðaltal fulls endurgjalds JBT fyrir allt hlutafé í Marel verði 65% í formi afhentra hlutabréfa í JBT og um 35% í formi reiðufjár sem myndi leiða til þess að hluthafar Marel eignist 38% hlutafjár sameinaðs félags. Hlutfallsleg skipting eftir viðskipti byggir á forsendu um að virði JBT sé 96,25 dollarar á hlut (88,42 evrur á hlut, miðað við gengi USD/EUR 1,0885). 3. Arfleifð Marel: Í yfirlýsingu JBT er komið inn á mikilvægi félagsins á Íslandi til framtíðar og vilja lýst til þess að standa vörð um Marel með eftirfarandi tillögum: Að sameinað félag muni bera nafnið JBT Marel Corporation. Að sameinað félag verði skráð á Nasdaq á Íslandi til viðbótar við núverandi skráningu hlutabréfa JBT á New York Stock Exchange (NYSE). Sameinað félag muni viðhalda vörumerki Marel á helstu markaðssvæðum. Sameinað félag muni starfrækja evrópskar höfuðstöðvar og tækniþróunarsetur í Garðabæ, Íslandi en höfuðstöðvar verði í Chicago, Illinois í Bandaríkjunum. Samsetning stjórnar sameinaðs félags muni samsvara þeim eignarhlutföllum sem lagt er upp í sameinuðu félagi. 4. Skilyrði: Viljayfirlýsingin tiltekur að valfrjálst yfirtökutilboð verði þeim skilyrðum háð að stjórn Marel veiti tilboðinu jákvæða umsögn, að niðurstöður áreiðanleikakönnunar séu ásættanlegar, að samþykki fáist frá viðeigandi eftirlitsaðilum, að samþykki fáist frá handhöfum 90% útistandandi og útgefinna hluta í Marel og að stjórn og hluthafar JBT veiti kaupunum endanlegt samþykki sitt. 5. Tímarammi: Viljayfirlýsingin tiltekur að JBT hyggist leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð á fyrsta ársfjórðungi 2024 sem muni innihalda nánari upplýsingar um skilmála og fyrirvara. Yfirtökutilboðið verði sent á alla hluthafa Marel að fengnu samþykki frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Gangi allt eftir er gert ráð fyrir að viðskiptin getið verið frágengin á seinni helmingi ársins 2024. Marel Kauphöllin Garðabær Tengdar fréttir Telur óvíst með samruna við JBT og mælir ekki lengur með kaupum í Marel Bandaríski stórbankinn Citi ráðleggur fjárfestum ekki lengur að bæta við sig í Marel samkvæmt nýju verðmati, heldur að halda í bréfin, og telur sennilegt að íslenskir lífeyrissjóðir verði tregir til að samþykkja mögulegt tilboð John Bean Technologies (JBT) í allt hlutafé Marel. Stjórnendur JBT hafa nú aðeins þrjá daga til stefnu til að lýsa því yfir hvort félagið hyggist gera formlegt yfirtökutilboð í Marel. 16. janúar 2024 11:21 Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum. 5. janúar 2024 17:49 Mest lesið „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Samstarf Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Marel þar sem greinir einnig frá því að lýst sé yfir að JBT ætli sér að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í Marel á fyrsta ársfjórðungi 2024, með samruna félaganna að markmiði. „Viljayfirlýsing þessi kemur í kjölfar fyrri yfirlýsinga frá JBT sem tilkynnt var um annars vegar 24. nóvember 2023 og hins vegar 13. desember 2023. Stjórn Marel hefur metið framangreindar viljayfirlýsingar af kostgæfni. Marel hefur átt í uppbyggilegu samtali við JBT og hefur stjórn félagins í kjölfarið lagt mat á uppfærða viljayfirlýsingu með tilliti til verðs og helstu skilmála. Stjórn Marel telur ávinning geta falist í sameinuðu félagi og hefur því ákveðið að ganga til frekari viðræðna við JBT og þar með opna á formlegt samtal á milli félaganna. Í framhaldinu er stefnt að gagnkvæmri afmarkaðri áreiðanleikakönnun (e. confirmatory due diligence). Viljayfirlýsingunni fylgdi óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7% hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að gert yrði ráð fyrir sveigjanleika í vali á samsetningu endurgjalds til hluthafa. Sem endurgjald fyrir hvern hlut í Marel, geti hluthafar Marel valið á milli þess að fá greitt 3,60 evrur á hvern hlut, blöndu af því að afhentan hlut í JBT og reiðufé, eða þá fá hlut í JBT. Góð rök fyrir sameiningu Haft eftir Arnari Þór Mássyni, stjórnarformanni Marels, að í framhaldi af virku samtali við JBT síðustu vikur hafi Marel móttekið uppfærða viljayfirlýsingu frá JBT um mögulegan samruna félaganna. „Stjórn félagsins hefur sterka trú á Marel sem sjálfstæðu félagi en það er niðurstaða okkar eftir að hafa metið yfirlýsingu JBT af kostgæfni, að góð rök séu fyrir sameiningu félaganna fyrir hluthafa Marel og aðra hagaðila. Skilmálar yfirlýsingarinnar eru álitlegir og fela í sér tækifæri fyrir hluthafa Marel að taka þátt í frekari virðissköpun til framtíðar. Af því leiðir að stjórn Marel styður að farið verði í formlegar viðræður við JBT og fýsileiki samruna kannaður á grundvelli þessara skilmála,“ segir Arnar Þór. Áfram starfrækt í Garðabæ Í viljayfirlýsingunni segir að gangi sameining félaganna eftir myndi sameinað félag muni bera nafnið JBT Marel Corporation. Sameinað félag yrði skráð á Nasdaq á Íslandi til viðbótar við núverandi skráningu hlutabréfa JBT á New York Stock Exchange (NYSE). Þá myndi sameinað félag viðhalda vörumerki Marel á helstu markaðssvæðum og starfrækja evrópskar höfuðstöðvar og tækniþróunarsetur í Garðabæ, en höfuðstöðvar verði í Chicago, Illinois í Bandaríkjunum. Ennfremur segir að samsetning stjórnar sameinaðs félags muni samsvara þeim eignarhlutföllum sem lagt er upp í sameinuðu félagi. Lykilskilmálar og fyrirvarar viljayfirlýsingar Í viljayfirlýsingu JBT koma fram eftirfarandi lykilskilmálar, sem háðir eru jákvæðri afstöðu stjórnar Marel: 1. Tillaga að verðmati/greiðslufyrirkomulagi: Í viljayfirlýsingu JBT er fyrirhugað verð 3,60 evrur á hlut (538 kr. á hlut miðað við miðgengi ISK/EUR Seðlabanka Íslands þann 18. janúar 2024) fyrir allt útistandandi hlutafé í Marel. Verðmatið byggir á þeirri forsendu að útistandandi hlutir í Marel séu 754 milljónir (a.t.t. allra mögulegra óútgefinna hluta) og staða nettó vaxtaberandi skulda (að meðtöldum leiguskuldbindingum) nemi 871,9 milljónum evra þann 30. september 2023. 2. Endurgjald: Viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir sveigjanleika í vali á samsetningu endurgjalds. Sem endurgjald fyrir hvern hlut í Marel, geti hluthafar Marel valið á milli eftirtalinna kosta: Að fá greiddar 3,60 evrur í reiðufé. Að fá afhenta 0,0265 hluti í JBT og 1,26 evrur í reiðufé. Fá afhenta 0,0407 hluti í JBT. Val um samsetningu endurgjalds takmarkast hins vegar af því að vegið meðaltal fulls endurgjalds JBT fyrir allt hlutafé í Marel verði 65% í formi afhentra hlutabréfa í JBT og um 35% í formi reiðufjár sem myndi leiða til þess að hluthafar Marel eignist 38% hlutafjár sameinaðs félags. Hlutfallsleg skipting eftir viðskipti byggir á forsendu um að virði JBT sé 96,25 dollarar á hlut (88,42 evrur á hlut, miðað við gengi USD/EUR 1,0885). 3. Arfleifð Marel: Í yfirlýsingu JBT er komið inn á mikilvægi félagsins á Íslandi til framtíðar og vilja lýst til þess að standa vörð um Marel með eftirfarandi tillögum: Að sameinað félag muni bera nafnið JBT Marel Corporation. Að sameinað félag verði skráð á Nasdaq á Íslandi til viðbótar við núverandi skráningu hlutabréfa JBT á New York Stock Exchange (NYSE). Sameinað félag muni viðhalda vörumerki Marel á helstu markaðssvæðum. Sameinað félag muni starfrækja evrópskar höfuðstöðvar og tækniþróunarsetur í Garðabæ, Íslandi en höfuðstöðvar verði í Chicago, Illinois í Bandaríkjunum. Samsetning stjórnar sameinaðs félags muni samsvara þeim eignarhlutföllum sem lagt er upp í sameinuðu félagi. 4. Skilyrði: Viljayfirlýsingin tiltekur að valfrjálst yfirtökutilboð verði þeim skilyrðum háð að stjórn Marel veiti tilboðinu jákvæða umsögn, að niðurstöður áreiðanleikakönnunar séu ásættanlegar, að samþykki fáist frá viðeigandi eftirlitsaðilum, að samþykki fáist frá handhöfum 90% útistandandi og útgefinna hluta í Marel og að stjórn og hluthafar JBT veiti kaupunum endanlegt samþykki sitt. 5. Tímarammi: Viljayfirlýsingin tiltekur að JBT hyggist leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð á fyrsta ársfjórðungi 2024 sem muni innihalda nánari upplýsingar um skilmála og fyrirvara. Yfirtökutilboðið verði sent á alla hluthafa Marel að fengnu samþykki frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Gangi allt eftir er gert ráð fyrir að viðskiptin getið verið frágengin á seinni helmingi ársins 2024.
Lykilskilmálar og fyrirvarar viljayfirlýsingar Í viljayfirlýsingu JBT koma fram eftirfarandi lykilskilmálar, sem háðir eru jákvæðri afstöðu stjórnar Marel: 1. Tillaga að verðmati/greiðslufyrirkomulagi: Í viljayfirlýsingu JBT er fyrirhugað verð 3,60 evrur á hlut (538 kr. á hlut miðað við miðgengi ISK/EUR Seðlabanka Íslands þann 18. janúar 2024) fyrir allt útistandandi hlutafé í Marel. Verðmatið byggir á þeirri forsendu að útistandandi hlutir í Marel séu 754 milljónir (a.t.t. allra mögulegra óútgefinna hluta) og staða nettó vaxtaberandi skulda (að meðtöldum leiguskuldbindingum) nemi 871,9 milljónum evra þann 30. september 2023. 2. Endurgjald: Viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir sveigjanleika í vali á samsetningu endurgjalds. Sem endurgjald fyrir hvern hlut í Marel, geti hluthafar Marel valið á milli eftirtalinna kosta: Að fá greiddar 3,60 evrur í reiðufé. Að fá afhenta 0,0265 hluti í JBT og 1,26 evrur í reiðufé. Fá afhenta 0,0407 hluti í JBT. Val um samsetningu endurgjalds takmarkast hins vegar af því að vegið meðaltal fulls endurgjalds JBT fyrir allt hlutafé í Marel verði 65% í formi afhentra hlutabréfa í JBT og um 35% í formi reiðufjár sem myndi leiða til þess að hluthafar Marel eignist 38% hlutafjár sameinaðs félags. Hlutfallsleg skipting eftir viðskipti byggir á forsendu um að virði JBT sé 96,25 dollarar á hlut (88,42 evrur á hlut, miðað við gengi USD/EUR 1,0885). 3. Arfleifð Marel: Í yfirlýsingu JBT er komið inn á mikilvægi félagsins á Íslandi til framtíðar og vilja lýst til þess að standa vörð um Marel með eftirfarandi tillögum: Að sameinað félag muni bera nafnið JBT Marel Corporation. Að sameinað félag verði skráð á Nasdaq á Íslandi til viðbótar við núverandi skráningu hlutabréfa JBT á New York Stock Exchange (NYSE). Sameinað félag muni viðhalda vörumerki Marel á helstu markaðssvæðum. Sameinað félag muni starfrækja evrópskar höfuðstöðvar og tækniþróunarsetur í Garðabæ, Íslandi en höfuðstöðvar verði í Chicago, Illinois í Bandaríkjunum. Samsetning stjórnar sameinaðs félags muni samsvara þeim eignarhlutföllum sem lagt er upp í sameinuðu félagi. 4. Skilyrði: Viljayfirlýsingin tiltekur að valfrjálst yfirtökutilboð verði þeim skilyrðum háð að stjórn Marel veiti tilboðinu jákvæða umsögn, að niðurstöður áreiðanleikakönnunar séu ásættanlegar, að samþykki fáist frá viðeigandi eftirlitsaðilum, að samþykki fáist frá handhöfum 90% útistandandi og útgefinna hluta í Marel og að stjórn og hluthafar JBT veiti kaupunum endanlegt samþykki sitt. 5. Tímarammi: Viljayfirlýsingin tiltekur að JBT hyggist leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð á fyrsta ársfjórðungi 2024 sem muni innihalda nánari upplýsingar um skilmála og fyrirvara. Yfirtökutilboðið verði sent á alla hluthafa Marel að fengnu samþykki frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Gangi allt eftir er gert ráð fyrir að viðskiptin getið verið frágengin á seinni helmingi ársins 2024.
Marel Kauphöllin Garðabær Tengdar fréttir Telur óvíst með samruna við JBT og mælir ekki lengur með kaupum í Marel Bandaríski stórbankinn Citi ráðleggur fjárfestum ekki lengur að bæta við sig í Marel samkvæmt nýju verðmati, heldur að halda í bréfin, og telur sennilegt að íslenskir lífeyrissjóðir verði tregir til að samþykkja mögulegt tilboð John Bean Technologies (JBT) í allt hlutafé Marel. Stjórnendur JBT hafa nú aðeins þrjá daga til stefnu til að lýsa því yfir hvort félagið hyggist gera formlegt yfirtökutilboð í Marel. 16. janúar 2024 11:21 Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum. 5. janúar 2024 17:49 Mest lesið „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Samstarf Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sjá meira
Telur óvíst með samruna við JBT og mælir ekki lengur með kaupum í Marel Bandaríski stórbankinn Citi ráðleggur fjárfestum ekki lengur að bæta við sig í Marel samkvæmt nýju verðmati, heldur að halda í bréfin, og telur sennilegt að íslenskir lífeyrissjóðir verði tregir til að samþykkja mögulegt tilboð John Bean Technologies (JBT) í allt hlutafé Marel. Stjórnendur JBT hafa nú aðeins þrjá daga til stefnu til að lýsa því yfir hvort félagið hyggist gera formlegt yfirtökutilboð í Marel. 16. janúar 2024 11:21
Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum. 5. janúar 2024 17:49