Snorri Steinn: Baráttan og hjartað til fyrirmyndar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. janúar 2024 21:32 Snorri Steinn þungt hugsi. Vísir/Vilhelm „Eins mikið og það getur sviðið. Fannst við spila vel í dag. Baráttan og hjartað til fyrirmyndar. Erfitt að biðja um meira frá sínu liði. Það var allt upp á 10 en úrslitin sem telja, stigin eru ekki að koma inn í dag,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir gríðarlega súrt tap gegn Þýskalandi í milliriðli á EM karla í handbolta. Ísland og Þýskaland voru stigalaus fyrir leik dagsins. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru á heimavelli og því var smekkfull höll í Köln sem tók á móti strákunum okkar. Eftir einkar súrt tap gegn Ungverjalandi þá sýndi íslenska liðið sitt rétta andlit á löngum köflum. Varnarleikurinn var frábær en því miður var færanýtingin af vítalínunni og úr hornunum einfaldlega ekki til staðar, því fór sem fór. „Fannst þetta okkar besta frammistaða til þessa, en eins og ég segi þá fengum við ekki stig. Sá úr hverju menn eru gerðir, í erfiðum aðstæðum fannst mér við gera vel.“ Um færanýtinguna „Sorglegt, grátlegt raunar. En á meðan menn eru á milljón, gefa líf og sál í þetta þá get ég ekki beðið um meira. Að menn klúðri færum gerist en það hefur verið full mikið af því í þessu móti hingað til.“ „Vilji, barátta og hjarta, frábært í dag. Það skein í gegn, fann það strax á mönnum. Varnarleikurinn var góður, Viktor Gísli (Hallgrímsson) var flottur í markinu en sóknarlega – þarf að kíkja á þetta. Voru bara tvö lið að spila góða vörn og með góða markmenn. Við fáum fínar stöður sóknarlega, með eðlilegri færanýtingu værum við að nálgast 30 mörkin en það var ekki þannig í dag.“ Snorri Steinn var spurður út í Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson en báðir sátu töluvert á bekknum í leik dagsins. „Ég er ekki að hvíla menn. Janus Daði (Smárason) var góður og þess vegna spilaði hann. Viggó (Kristjánsson) hefur átt góðar innkomur. Er ekki að hvíla menn.“ Ýmir Örn Gíslason átti frábæran leik í vörninni. „Veit úr hverju hann er gerður og fyrir hvað hann stendur. Fékk nákvæmlega það frá honum í dag,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Viðtal við Snorra eftir Þýskalandsleik Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira
Ísland og Þýskaland voru stigalaus fyrir leik dagsins. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru á heimavelli og því var smekkfull höll í Köln sem tók á móti strákunum okkar. Eftir einkar súrt tap gegn Ungverjalandi þá sýndi íslenska liðið sitt rétta andlit á löngum köflum. Varnarleikurinn var frábær en því miður var færanýtingin af vítalínunni og úr hornunum einfaldlega ekki til staðar, því fór sem fór. „Fannst þetta okkar besta frammistaða til þessa, en eins og ég segi þá fengum við ekki stig. Sá úr hverju menn eru gerðir, í erfiðum aðstæðum fannst mér við gera vel.“ Um færanýtinguna „Sorglegt, grátlegt raunar. En á meðan menn eru á milljón, gefa líf og sál í þetta þá get ég ekki beðið um meira. Að menn klúðri færum gerist en það hefur verið full mikið af því í þessu móti hingað til.“ „Vilji, barátta og hjarta, frábært í dag. Það skein í gegn, fann það strax á mönnum. Varnarleikurinn var góður, Viktor Gísli (Hallgrímsson) var flottur í markinu en sóknarlega – þarf að kíkja á þetta. Voru bara tvö lið að spila góða vörn og með góða markmenn. Við fáum fínar stöður sóknarlega, með eðlilegri færanýtingu værum við að nálgast 30 mörkin en það var ekki þannig í dag.“ Snorri Steinn var spurður út í Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson en báðir sátu töluvert á bekknum í leik dagsins. „Ég er ekki að hvíla menn. Janus Daði (Smárason) var góður og þess vegna spilaði hann. Viggó (Kristjánsson) hefur átt góðar innkomur. Er ekki að hvíla menn.“ Ýmir Örn Gíslason átti frábæran leik í vörninni. „Veit úr hverju hann er gerður og fyrir hvað hann stendur. Fékk nákvæmlega það frá honum í dag,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Viðtal við Snorra eftir Þýskalandsleik
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira