Viðskipti innlent

Hulda til Klappa

Atli Ísleifsson skrifar
Hulda Þórhallsdóttir.
Hulda Þórhallsdóttir. Aðsend

Hulda Þórhallsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustuupplifunar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Klöppum grænum lausnum.

Frá þessu segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Hulda hafi áður starfað hjá Deloitte frá árinu 2018 og stýrt þar innri sjálfbærnimálum og innleiðingu sjálfbærnistefnu alþjóðafyrirtækisins. 

„Fyrir hönd Deloitte átti hún sæti í vinnuhópum um sjálfbærnimál sem starfar þvert á aðilarfélög Deloitte í Norður og Suður Evrópu. Hulda sinnti einnig sjálfbærnitengdum verkefnum þvert á svið fyrir viðskiptavini. Helstu verkefni voru staðfesting sjálfbærniupplýsinga, gloppugreiningar og áreiðanleikakannanir í tengslum við ESG sem og verkefni í tengslum við innleiðingu CSRD/ESRS hluta nýrra evrópskra sjálfbærnireglugerða.

Grænar lausnir Klappa miða meðal annars að því að hjálpa fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum að byggja upp innviði á sviði upplýsingatækni til að takast á við áskoranir sem framundan eru í sjálfbærnimálum, ekki síst vegna alþjóðlegra skuldbindinga um að draga úr losun. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á síðustu þremur árum og eru nú með rúmlega fjögur þúsund notendur í yfir 20 löndum,“ segir í tilkynningunni. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×