Jólagjafir, tölvur og nóg af nærbuxum í töskunni Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2024 12:01 Bjarki Már Elísson og félagar í landsliðinu hafa mikinn tíma til að drepa á stórmótum, á milli þess sem þeir spila leiki sem öll þjóðin fylgist með. VÍSIR/VILHELM Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu eru margir orðnir býsna vanir því að verja janúar á hóteli – á stórmóti. Helsta vopn þeirra til að drepa tímann með á vonandi löngu móti í Þýskalandi eru Ipadar og aðrar tölvur. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort eitthvað leyndist í ferðatöskunni sem gæti komið fólki á óvart að væri þar. „Ég tek mikið af græjum með mér. Ipad, tölvu og svo er ég með statíf til að setja á náttborðið svo ég geti hengt upp Ipadinn. Annars er þetta bara klassískt. Nóg af nærbuxum og handboltaskó, þá ertu í nokkuð góðum málum,“ sagði Bjarki Már Elísson léttur, á æfingu landsliðsins skömmu áður en mótið hófst. Svörin má sjá í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Hvað leynist í ferðatöskunni á EM? „Maður er með fullt af jólagjöfum í töskunni sem maður þarf að taka með aftur til Frakklands. Annars ekkert rosalega óvenjulegt. Bara föt og jólafötin og svona,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, Donni, sem hefur þurft að sætta sig við að vera utan hóps í leikjunum gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Hann er til taks og tekur fullan þátt í öllum æfingum, og hefur gert frá því að íslenska liðið hóf æfingar á Íslandi um jólin. Donni keypti sér tölvuleik fyrir mótið: „Ég er með tölvuna með mér til að vera á YouTube og spila tölvuleiki og svona. Það var nú ágætlega mikilvægt þegar við vorum í Covid-aðstæðunum að vera með eitthvað til að gera. Ég var að byrja að spila Baldursgate 3, og er rosa spenntur fyrir honum. Ég held ég muni eiga nægan tíma til að spila hann, svo ég ákvað að kaupa hann og sjá hvernig gengur,“ sagði Donni. Ómar Ingi Magnússon glotti bara þegar hann var spurður um hvort eitthvað óvenjulegt leyndist í ferðatöskunni. Svo er ekki. „Ég er ekki hjátrúarfullur eða neitt þannig, og ekki með neina rútínu eða slíkt. Ég er bara með það sem ég þarf til að spila handbolta,“ sagði Ómar. Er hann ekki einu sinni með spilastokk? „Nei, ekki einu sinni. Ég er bara með Ipadinn og símann. Þá er ég góður.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland á morgun klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Ísland komið áfram áður en leikur hefst? Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni. 15. janúar 2024 08:31 „Þetta er sami grauturinn í annarri skál“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum. 15. janúar 2024 10:00 Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra? Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30. 14. janúar 2024 22:31 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Sjá meira
Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort eitthvað leyndist í ferðatöskunni sem gæti komið fólki á óvart að væri þar. „Ég tek mikið af græjum með mér. Ipad, tölvu og svo er ég með statíf til að setja á náttborðið svo ég geti hengt upp Ipadinn. Annars er þetta bara klassískt. Nóg af nærbuxum og handboltaskó, þá ertu í nokkuð góðum málum,“ sagði Bjarki Már Elísson léttur, á æfingu landsliðsins skömmu áður en mótið hófst. Svörin má sjá í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Hvað leynist í ferðatöskunni á EM? „Maður er með fullt af jólagjöfum í töskunni sem maður þarf að taka með aftur til Frakklands. Annars ekkert rosalega óvenjulegt. Bara föt og jólafötin og svona,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, Donni, sem hefur þurft að sætta sig við að vera utan hóps í leikjunum gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Hann er til taks og tekur fullan þátt í öllum æfingum, og hefur gert frá því að íslenska liðið hóf æfingar á Íslandi um jólin. Donni keypti sér tölvuleik fyrir mótið: „Ég er með tölvuna með mér til að vera á YouTube og spila tölvuleiki og svona. Það var nú ágætlega mikilvægt þegar við vorum í Covid-aðstæðunum að vera með eitthvað til að gera. Ég var að byrja að spila Baldursgate 3, og er rosa spenntur fyrir honum. Ég held ég muni eiga nægan tíma til að spila hann, svo ég ákvað að kaupa hann og sjá hvernig gengur,“ sagði Donni. Ómar Ingi Magnússon glotti bara þegar hann var spurður um hvort eitthvað óvenjulegt leyndist í ferðatöskunni. Svo er ekki. „Ég er ekki hjátrúarfullur eða neitt þannig, og ekki með neina rútínu eða slíkt. Ég er bara með það sem ég þarf til að spila handbolta,“ sagði Ómar. Er hann ekki einu sinni með spilastokk? „Nei, ekki einu sinni. Ég er bara með Ipadinn og símann. Þá er ég góður.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland á morgun klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Ísland komið áfram áður en leikur hefst? Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni. 15. janúar 2024 08:31 „Þetta er sami grauturinn í annarri skál“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum. 15. janúar 2024 10:00 Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra? Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30. 14. janúar 2024 22:31 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Sjá meira
Ísland komið áfram áður en leikur hefst? Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni. 15. janúar 2024 08:31
„Þetta er sami grauturinn í annarri skál“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum. 15. janúar 2024 10:00
Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra? Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30. 14. janúar 2024 22:31