Ætla ekki að bjóða upp á útsýnisflug yfir gosið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2024 22:02 „Við vorum búnir að ræða þetta innanhúss hjá okkur fyrir svolitlu síðan að ef til þess kæmi að færi að gjósa þarna, eignir og hús fólks færu að brenna, þá færum við ekkert að selja inn á það,“ segir Reynir, flugrekstrarstjóri hjá HeliAir Iceland. RAX Forsvarsmenn þyrlufyrirtækisins HeliAir Iceland hafa ákveðið að bjóða ekki upp á útsýnisflug á meðan óvissan er mikil varðandi hús og eignir fólks í Grindavík eftir að eldgos hófst í morgun. Hugur fyrirtækisins er hjá Grindvíkingum. Eldgos hófst norðan nýrra varnargarða nærri Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Önnur sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna upp úr hádegi og náði hraunið byggð síðdegis. Hraunflægðið hefur náð til húsa yst í byggðinni og óvíst hvernig fer. Forsætisráðherra boðar aukinn stuðning fyrir Grindvíkinga, fjárhagslegan og sálrænan. Forseti Íslands segir Íslendinga ekki gefast upp. Síminn byrjaði að hringja Þyrlufyrirtækið HeliAir Iceland byrjaði í morgun að fá símtöl frá áhugasömu fólki um þyrluflug yfir eldgosið. Svar þyrlufyrirtækisins við þeirri beiðni var nei. „Við vorum búnir að ræða þetta innanhúss hjá okkur fyrir svolitlu síðan að ef til þess kæmi að færi að gjósa þarna, eignir og hús fólks færu að brenna, þá færum við ekkert að selja inn á það,“ segir Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður og flugrekstrarstjóri hjá HeliAir Iceland. Fyrirtækið er eitt tveggja íslenskra á markaðnum en auk þeirra eru fleiri erlend fyrirtæki með flugrekstarleyfi hér á landi. Þau hafi sum hver byrjað að auglýsa í morgun að sögn Reynis. Hann segir að á einhverjum tímapunkti muni fyrirtækið endurskoða ákvörðun sína en ekki á meðan óvissan sé svona. Einróma samþykkt í stjórn „Á meðan ekkert er vitað hvað er að fara að gerast þarna þá erum við bara rólegir,“ segir Reynir. Ákvörðunin um þetta hafi verið tekin þegar fór að gjósa fyrir jól. Stjórn hafi einróma samþykkt þetta. Áhuginn sé mikill á flugi nú og önnur fyrirtæki hamist og fleyti rjómann af gosfluginu. „Okkur finnst þetta snúast um meira en bara það. Þetta snýst ekki bara um stundargróðasjónarmið í núinu. Þetta er aðeins meira en það.“ Fyrirtækið hafi þó flogið með fréttafólk Ríkisútvarpsins yfir svæðið í dag. „Ef við fljúgum eitthvað þá er það í fréttaöflun, ekki útsýnisflug.“ Töluverður munur sé á því að aðstoða við upplýsingaöflun en að fara í skemmtiferðir yfir svæði þar sem heimili fólks verði eldri að bráð. Mikil samkeppni í þyrlubransanum Auk íslensku fyrirtækjanna HeliAir Iceland og Norðurflugs eru Reykjavik Helicopters og Glacier Heli rekin á flugrekstrarleyfi HeliTrans frá Noregi, Atlantsflug á þýsku leyfi og loks Volcano Heli á austurrísku leyfi. Fréttastofu er ekki kunnugt um fyrirætlanir allra þessara fyrirtækja. Flugbann er í tveggja mílna radíus við eldgosið. Reynir segir þó vel hægt að sjá hamfarirnar vel úr slíkri fjarlægð. „Það er alveg nóg til að sjá bæinn brenna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Eldgos hófst norðan nýrra varnargarða nærri Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Önnur sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna upp úr hádegi og náði hraunið byggð síðdegis. Hraunflægðið hefur náð til húsa yst í byggðinni og óvíst hvernig fer. Forsætisráðherra boðar aukinn stuðning fyrir Grindvíkinga, fjárhagslegan og sálrænan. Forseti Íslands segir Íslendinga ekki gefast upp. Síminn byrjaði að hringja Þyrlufyrirtækið HeliAir Iceland byrjaði í morgun að fá símtöl frá áhugasömu fólki um þyrluflug yfir eldgosið. Svar þyrlufyrirtækisins við þeirri beiðni var nei. „Við vorum búnir að ræða þetta innanhúss hjá okkur fyrir svolitlu síðan að ef til þess kæmi að færi að gjósa þarna, eignir og hús fólks færu að brenna, þá færum við ekkert að selja inn á það,“ segir Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður og flugrekstrarstjóri hjá HeliAir Iceland. Fyrirtækið er eitt tveggja íslenskra á markaðnum en auk þeirra eru fleiri erlend fyrirtæki með flugrekstarleyfi hér á landi. Þau hafi sum hver byrjað að auglýsa í morgun að sögn Reynis. Hann segir að á einhverjum tímapunkti muni fyrirtækið endurskoða ákvörðun sína en ekki á meðan óvissan sé svona. Einróma samþykkt í stjórn „Á meðan ekkert er vitað hvað er að fara að gerast þarna þá erum við bara rólegir,“ segir Reynir. Ákvörðunin um þetta hafi verið tekin þegar fór að gjósa fyrir jól. Stjórn hafi einróma samþykkt þetta. Áhuginn sé mikill á flugi nú og önnur fyrirtæki hamist og fleyti rjómann af gosfluginu. „Okkur finnst þetta snúast um meira en bara það. Þetta snýst ekki bara um stundargróðasjónarmið í núinu. Þetta er aðeins meira en það.“ Fyrirtækið hafi þó flogið með fréttafólk Ríkisútvarpsins yfir svæðið í dag. „Ef við fljúgum eitthvað þá er það í fréttaöflun, ekki útsýnisflug.“ Töluverður munur sé á því að aðstoða við upplýsingaöflun en að fara í skemmtiferðir yfir svæði þar sem heimili fólks verði eldri að bráð. Mikil samkeppni í þyrlubransanum Auk íslensku fyrirtækjanna HeliAir Iceland og Norðurflugs eru Reykjavik Helicopters og Glacier Heli rekin á flugrekstrarleyfi HeliTrans frá Noregi, Atlantsflug á þýsku leyfi og loks Volcano Heli á austurrísku leyfi. Fréttastofu er ekki kunnugt um fyrirætlanir allra þessara fyrirtækja. Flugbann er í tveggja mílna radíus við eldgosið. Reynir segir þó vel hægt að sjá hamfarirnar vel úr slíkri fjarlægð. „Það er alveg nóg til að sjá bæinn brenna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira