„Skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 10:01 Snorri Steinn Guðjónsson heldur ófrýnilegur á svip í leiknum við Serba. Hann vill meira frá sínum mönnum í dag. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, ætlar ekki að gera neinar stórvægilegar breytingar á sóknarleik Íslands fyrir leikinn við Svartfjallaland á EM í dag. Skammur tími frá jafnteflinu við Serbíu á föstudag bjóði heldur ekki upp á það. „Maður er glaður með stigið, fúll með frammistöðuna,“ sagði Snorri um leikinn við Serba þar sem Ísland tryggði sér stig með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins, á hundrað sekúndna kafla. „Ég er þakklátur fyrir að hafa náð í stig. Það segir sig sjálft að sóknarleikurinn var lélegur. Margir langt frá sínu besta og við bara náðum ekki upp okkar leik þar. Mér fannst vera augnablik og stöður þar sem við eigum að vera betri í að nýta. Við fórum yfir það [í gærmorgun] og ég skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það. En það breytir því ekki að við þurfum áfram að fókusa á alla þessa þætti. Við megum gleyma okkur í að laga einhvern einn hlut og hætta að leggja áherslu á hitt. Það er sama núna og gegn Serbum, við þurfum að vera góðir í öllum þáttum,“ segir Snorri en viðtalið við hann, frá landsliðsæfingu í gær, má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri um leikinn á EM í dag Eins og fyrr segir nýtti Snorri ekki tímann á milli leikja í miklar breytingar á sóknarleiknum. „Nei, ég hef ekki tíma í það heldur. Við erum með „concept“ sem mér finnst við bara þurfa að framkvæma betur. Við horfðum á þetta [í gærmorgun] og ég held að við séum allir sammála um það. Áherslurnar liggja frekar þar – að gera hlutina betur og nýta þær stöður sem við fengum gegn Serbum en gerðum ekki gott úr,“ segir Snorri. Svartfellingar eru næstir á dagskrá, lið sem var hársbreidd frá því að ná í stig gegn Ungverjalandi á föstudagskvöld: „Þeir eru með gríðarlega miklar skyttur. Meiri en við glímdum við gegn Serbum. Þeir eru með einhverja „maður á mann“-gaura inn á milli, en þetta eru stórir og þungir menn sem geta skotið langt utan af velli. Það er minna í gangi hjá þeim taktískt séð sóknarlega, en það er ekki heldur endilega þeirra styrkur. Það er frekar að þegar mótherjinn sefur aðeins á verðinum að geta dúndrað yfir flestar varnir. Við þurfum að vera klárir í það.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
„Maður er glaður með stigið, fúll með frammistöðuna,“ sagði Snorri um leikinn við Serba þar sem Ísland tryggði sér stig með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins, á hundrað sekúndna kafla. „Ég er þakklátur fyrir að hafa náð í stig. Það segir sig sjálft að sóknarleikurinn var lélegur. Margir langt frá sínu besta og við bara náðum ekki upp okkar leik þar. Mér fannst vera augnablik og stöður þar sem við eigum að vera betri í að nýta. Við fórum yfir það [í gærmorgun] og ég skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það. En það breytir því ekki að við þurfum áfram að fókusa á alla þessa þætti. Við megum gleyma okkur í að laga einhvern einn hlut og hætta að leggja áherslu á hitt. Það er sama núna og gegn Serbum, við þurfum að vera góðir í öllum þáttum,“ segir Snorri en viðtalið við hann, frá landsliðsæfingu í gær, má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri um leikinn á EM í dag Eins og fyrr segir nýtti Snorri ekki tímann á milli leikja í miklar breytingar á sóknarleiknum. „Nei, ég hef ekki tíma í það heldur. Við erum með „concept“ sem mér finnst við bara þurfa að framkvæma betur. Við horfðum á þetta [í gærmorgun] og ég held að við séum allir sammála um það. Áherslurnar liggja frekar þar – að gera hlutina betur og nýta þær stöður sem við fengum gegn Serbum en gerðum ekki gott úr,“ segir Snorri. Svartfellingar eru næstir á dagskrá, lið sem var hársbreidd frá því að ná í stig gegn Ungverjalandi á föstudagskvöld: „Þeir eru með gríðarlega miklar skyttur. Meiri en við glímdum við gegn Serbum. Þeir eru með einhverja „maður á mann“-gaura inn á milli, en þetta eru stórir og þungir menn sem geta skotið langt utan af velli. Það er minna í gangi hjá þeim taktískt séð sóknarlega, en það er ekki heldur endilega þeirra styrkur. Það er frekar að þegar mótherjinn sefur aðeins á verðinum að geta dúndrað yfir flestar varnir. Við þurfum að vera klárir í það.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni