„Algjör draumasending frá Danmörku“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2024 10:31 Grindavíkurstelpur voru að fá mjög góðan liðstyrk frá Danmörku. Vísir/Hulda Margrét Sarah Sofie Mortensen spilaði sinn fyrsta leik með Grindavík í Subway deild kvenna í körfubolta í vikunni og sérfræðingarnir í Subway Körfuboltakvöldi voru hrifnir af frammistöðu þeirrar dönsku í frumrauninni. Mortensen, sem er systir Daniels Mortensen hjá karlaliðinu, kom til Grindavíkur í byrjun ársins. Hún lék sinn fyrsta leik á móti Haukum og skoraði 25 stig á 27 mínútum, tók 8 fráköst og stal 3 boltum. „Hún var frábær, þvílík frumraun,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. Grindavík fagnaði sigri eftir jafnan og spennandi leik. „Ég er svo hrifin af henni. Hún er hávaxin, sterk og eins og Lalli (Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur) segir, bara klár. Hún kann að setja boltann ofan í körfu í kringum körfuna, hún er að stela boltanum, það má sjá körfuboltahreyfingarnar hjá henni og hún fer sterkt á körfuna,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. „Það sem mér fannst líka áhugavert var það að í fyrsta leikhlutanum þá er hún að taka liðið saman í hóp á vítalínunni. Nýr leikmaður og örugglega ekki búin að æfa með þeim lengi. Það er hún sem er að taka liðið saman og mér fannst geggjað að sjá það,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. „Hún er augljóslega frábær leikmaður, hreyfanleg varnarlega og getur gert þetta allt saman. Með fína boltafærni og getur skotið fyrir utan og inn í teig. Hún er með flottar hreyfingar undir körfunni og svo er hún líka með þetta. Þetta er algjör draumasending frá Danmörku,“ sagði Berglind. Það má sjá umfjöllunina um Söruh Sofiu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sarah Sofie Mortensen frábær í fyrsta leik Subway-deild kvenna Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Íslenski boltinn Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Körfubolti „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ Körfubolti Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Handbolti Valsmenn enduðu taphrinuna Handbolti Fleiri fréttir „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Sjá meira
Mortensen, sem er systir Daniels Mortensen hjá karlaliðinu, kom til Grindavíkur í byrjun ársins. Hún lék sinn fyrsta leik á móti Haukum og skoraði 25 stig á 27 mínútum, tók 8 fráköst og stal 3 boltum. „Hún var frábær, þvílík frumraun,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. Grindavík fagnaði sigri eftir jafnan og spennandi leik. „Ég er svo hrifin af henni. Hún er hávaxin, sterk og eins og Lalli (Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur) segir, bara klár. Hún kann að setja boltann ofan í körfu í kringum körfuna, hún er að stela boltanum, það má sjá körfuboltahreyfingarnar hjá henni og hún fer sterkt á körfuna,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. „Það sem mér fannst líka áhugavert var það að í fyrsta leikhlutanum þá er hún að taka liðið saman í hóp á vítalínunni. Nýr leikmaður og örugglega ekki búin að æfa með þeim lengi. Það er hún sem er að taka liðið saman og mér fannst geggjað að sjá það,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. „Hún er augljóslega frábær leikmaður, hreyfanleg varnarlega og getur gert þetta allt saman. Með fína boltafærni og getur skotið fyrir utan og inn í teig. Hún er með flottar hreyfingar undir körfunni og svo er hún líka með þetta. Þetta er algjör draumasending frá Danmörku,“ sagði Berglind. Það má sjá umfjöllunina um Söruh Sofiu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sarah Sofie Mortensen frábær í fyrsta leik
Subway-deild kvenna Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Íslenski boltinn Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Körfubolti „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ Körfubolti Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Handbolti Valsmenn enduðu taphrinuna Handbolti Fleiri fréttir „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Sjá meira