Handbolti

Besta sætið: „Við eigum að stefna á gullið“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon verður í lykilhlutverki hjá íslenska liðinu á EM.
Ómar Ingi Magnússon verður í lykilhlutverki hjá íslenska liðinu á EM. vísir/hulda margrét

Strákarnir í íþróttahlaðvarpinu Besta sætinu voru allir á því að Ísland ætti að mæta með kassann úti á EM og setja markið hátt.

„Ég er orðinn svolítið þreyttur á þessari umræðu um einhverja Ólympíuleika. Af hverju er markið sett þangað þegar það er verið að fara á eitt stærsta mót sem hefur farið fram lengi?“ spyr þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson en leikmenn liðsins, sem og þjálfari, hafa allir gefið það út að markmiðið fyrir mótið sé að komast inn á Ólympíuleikana.

Það liggur ekki fyrir hversu góðum árangri þarf að ná til þess að komast í umspilið fyrir ÓL sem fer fram í París næsta sumar.

„Ég er hjartanlega sammála þér,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. „Ég skil alveg Snorra að fara passífur inn í mótið. Auðvitað eru allir að reyna að komast á ÓL. Öll lið á EM.“

„Eruð þið ekki sammála því að eigum að fara inn í mótið með það að markmiði að vinna verðlaun?“ spyr Einar og Stefán Árni svarar því til að liðið eigi að stefna á gullið.

„Af hverju á liðið ekki að gera það? Ef það tekst ekki þá er það bara þannig.“

Einar er mjög hrifinn af því liði sem Ísland er að tefla fram og vill að menn hugsi stórt.

„Við erum með betra lið í dag en árið 2012 þegar við vorum með frábært lið. Aron er rulluspilari í liðinu. Við erum með meiri breidd, gæði í öllum stöðum. 2012-liðið var ekki með svona mikil gæði alls staðar.“

Hægt er að hlusta á þáttinn hér á Vísi en hann er einnig aðgengilegur á öllum hlaðvarpsveitum. Hér má hlusta á Spotify.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×