Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Jón Þór Stefánsson skrifar 8. janúar 2024 23:33 Elon Musk líkir Wall Street Journal við TMZ. EPA Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. Fullyrt er að stjórnendur og stjórnarmeðlimir fyrirtækja Musk, á borð við SpaceX og Tesla, hafi áhyggjur af fíkniefnanotkuninni. Musk neyti efnanna gjarnan í einkapartýjum um víða veröld. Í umræddum samkvæmum séu gestir oft látnir skrifa undir trúnaðarsamninga, eða símar þeirra gerðir upptækir á meðan á gleðskapnum stendur. Sem dæmi fullyrðir Wall Street Journal að Musk hafi tekið nokkrar töflur af LSD í partýi sem hann hélt sjálfur í borginni Los Angeles árið 2018. Hann hafi neytt ofskynjunarsveppa ári seinna í teiti í Mexíkó. Og árið 2021 hafi Elon, ásamt bróður sínum Kimbal Musk, notað ketamín í Miami borg. Neyti enn fíkniefna Haft er eftir heimildarmönnum sem eru nánir auðkýfingnum að fíkniefnanotkunin sé enn í fullum gangi, sérstaklega neysla hans á ketamíni. Umræddir heimildarmenn óttist að haldi fram sem horfi muni það hafa skaðleg áhrif á heilsu auðjöfursins. Hvort sem það gerist eða ekki, þá sé jafnframt óttast um að neyslan skemmi fyrir fyrirtækjum og viðskiptum Musk. Til að mynda er bent á að neysla Musk gæti brotið í bága við samninga fyrirtækja hans við hið opinbera í Bandaríkjunum, og þar með haft áhrif á samninga SpaceX við bandaríska ríkið sem varða milljarða Bandaríkjadala, og tugþúsundir starfa. WSJ verra en TMZ Wall Street Journal segist hafa reynt að ná tali af Musk en án árangurs. Lögmaður á hans vegum fullyrðir þó að Musk hafi farið í regluleg jafnt sem handahófskennd lyfjapróf hjá SpaceX, og að hann hafi staðist þau öll. Lögmaðurinn fullyrti jafnframt að í umfjöllun Wall Street Journal væri að finna fjölda staðreyndavilla, en miðillinn bendir á að hann bendi ekki á hverjar þær séu. Líkt og áður segir hefur Musk gefið lítið fyrir Wall Street Journal og umfjöllun miðilsins. Musk gefur sjálfur lítið fyrir umfjöllunina og fullyrti á samfélagsmiðli sínum X í dag að gæðakröfurnar hjá Wall Street Journal væru minni en hjá æsifréttamiðlinum TMZ. Tesla SpaceX Fjölmiðlar X (Twitter) Bandaríkin Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fullyrt er að stjórnendur og stjórnarmeðlimir fyrirtækja Musk, á borð við SpaceX og Tesla, hafi áhyggjur af fíkniefnanotkuninni. Musk neyti efnanna gjarnan í einkapartýjum um víða veröld. Í umræddum samkvæmum séu gestir oft látnir skrifa undir trúnaðarsamninga, eða símar þeirra gerðir upptækir á meðan á gleðskapnum stendur. Sem dæmi fullyrðir Wall Street Journal að Musk hafi tekið nokkrar töflur af LSD í partýi sem hann hélt sjálfur í borginni Los Angeles árið 2018. Hann hafi neytt ofskynjunarsveppa ári seinna í teiti í Mexíkó. Og árið 2021 hafi Elon, ásamt bróður sínum Kimbal Musk, notað ketamín í Miami borg. Neyti enn fíkniefna Haft er eftir heimildarmönnum sem eru nánir auðkýfingnum að fíkniefnanotkunin sé enn í fullum gangi, sérstaklega neysla hans á ketamíni. Umræddir heimildarmenn óttist að haldi fram sem horfi muni það hafa skaðleg áhrif á heilsu auðjöfursins. Hvort sem það gerist eða ekki, þá sé jafnframt óttast um að neyslan skemmi fyrir fyrirtækjum og viðskiptum Musk. Til að mynda er bent á að neysla Musk gæti brotið í bága við samninga fyrirtækja hans við hið opinbera í Bandaríkjunum, og þar með haft áhrif á samninga SpaceX við bandaríska ríkið sem varða milljarða Bandaríkjadala, og tugþúsundir starfa. WSJ verra en TMZ Wall Street Journal segist hafa reynt að ná tali af Musk en án árangurs. Lögmaður á hans vegum fullyrðir þó að Musk hafi farið í regluleg jafnt sem handahófskennd lyfjapróf hjá SpaceX, og að hann hafi staðist þau öll. Lögmaðurinn fullyrti jafnframt að í umfjöllun Wall Street Journal væri að finna fjölda staðreyndavilla, en miðillinn bendir á að hann bendi ekki á hverjar þær séu. Líkt og áður segir hefur Musk gefið lítið fyrir Wall Street Journal og umfjöllun miðilsins. Musk gefur sjálfur lítið fyrir umfjöllunina og fullyrti á samfélagsmiðli sínum X í dag að gæðakröfurnar hjá Wall Street Journal væru minni en hjá æsifréttamiðlinum TMZ.
Tesla SpaceX Fjölmiðlar X (Twitter) Bandaríkin Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent