„Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Sæbjörn Steinke skrifar 5. janúar 2024 22:17 Arnar brosti ekki svona blítt eftir leikinn í kvöld Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Vísi eftir leikinn gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld. Njarðvík vann níu stiga sigur eftir mjög sveiflukenndan leik þar sem Njarðvík leiddi þó lengst af. Sigurliðið er nú einungis einum sigri á eftir toppliði Vals en tapliðið er einum sigurleik þar á eftir. Hvort er Arnar svekktari með að hafa tapað eða með frammistöðu síns liðs? „Góð spurning. Ég er mjög svekktur með báða hluti. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur hjá okkur, ég er mjög svekktur með hann og mjög sárt að tapa þessum leik.“ „Varnarleikurinn okkar í fyrri hálfleik var rosalega slakur, þeir komast inn í teiginn, skora auðveldlega, sóknarfrákasta á okkar og skjóta mjög mikið af vítaskotum. Við höfum verið góðir varnarlega en það var ekki að sjá í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var í lagi á stórum köflum í seinni, en þeir komast samt sem áður of auðveldlega á hringinn.“ Njarðvík kom muninum yfir 20 stigin en Stjarnan náði að koma til baka, jafna og komst á einum tímapunkti yfir í leiknum. Hvað gerist svo þegar hlutirnir féllu með Njarðvík í restina? „Chaz kemur með auðvelda körfu á okkur og Mario setur góðan þrist. Við vorum í holu sem við því miður náðum ekki að komast upp úr.“ Arnar var krafinn um frekari svör, hvað veldur? „Það eru tvö lið að keppa, Njarðvíkingar æfa körfubolta. Þeir eru með leikmenn sem eru líka mjög góðir; Þorvaldur er góður í körfubolta og Chaz og Mario. Það sem gerist er að við erum ekki að spila fimm á móti engum. Við erum að spila á móti liði sem er að gera sitt besta og þeir eru líka að reyna vinna. Í dag gerðu þeir það. Þú spyrð hvað gerist, þetta er þannig að það er keppt í þessu, stundum gerist það að hitt liðið hittir ofan í en ekki þú.“ Arnar var sýnilega ekki sáttur við dómara leiksins. Var dómgæslan óvenjulega slök í kvöld? „Ég er búinn að þjálfa í sex ár hérna og hef ekki tjáð mig um dómgæslu. Ég ætla ekki að byrja á því í kvöld. Þeir voru án nokkurs vafa að gera sitt besta.“ „Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Þjálfarinn var spurður hvort hann hefði áhyggjur af spilamennskunni? „Fannst þér við alveg ömurlegir, var það málið?“ spurði þjálfarinn. Undirritaður sagði að framan af hafi þetta verið ansi dapurt en eftir að Stjarnan kom til baka hafði hann búist við því að liðið myndi klára með sigri. „Ég líka. Við sýndum á köflum fína spilamennsku. Ég þarf að horfa á þetta aftur, þú talar eins og við höfum verið alveg ömurlegir, og kannski er það málið. Ef þú hefur rétt fyrir þér að þetta hafi verið jafn ömurlegt og þú lætur í ljósi skína, þá hef ég áhyggjur.“ „Mér leið ekki eins og þetta hafi verið það hrikalegt. Mér fannst þetta ekki nógu gott, en ef þú hefur rétt fyrir þér þá hef ég áhyggjur. En ef tilfinningin mín er rétt þá þurfum við að fínstilla hluti og halda áfram að bæta okkur. Núna rétt eftir leik þá veit ég ekki hvort það sé þú eða ég sem hefur rétt fyrir sér.“ Á endurkomukaflanum var Ægir Þór að komast á hringinn hjá Njarðvík og stigin komu á færibandi. Þjálfarinn vill væntanlega sjá enn meira af því í framhaldinu. „Hann komst vel á hringinn og gerði vel og við bjuggum til skot. Tilfinning er að við lentum í smá vandræðum með að skora í restina og fengum á okkur auðveldar körfur á móti. Við misstum nokkra bolta og klikkuðum á nokkrum ágætis skotum. Mér fannst þetta fara þegar við töpuðum bolta eftir leikhlé,“ sagði þjálfarinn að lokum. Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Sjá meira
Hvort er Arnar svekktari með að hafa tapað eða með frammistöðu síns liðs? „Góð spurning. Ég er mjög svekktur með báða hluti. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur hjá okkur, ég er mjög svekktur með hann og mjög sárt að tapa þessum leik.“ „Varnarleikurinn okkar í fyrri hálfleik var rosalega slakur, þeir komast inn í teiginn, skora auðveldlega, sóknarfrákasta á okkar og skjóta mjög mikið af vítaskotum. Við höfum verið góðir varnarlega en það var ekki að sjá í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var í lagi á stórum köflum í seinni, en þeir komast samt sem áður of auðveldlega á hringinn.“ Njarðvík kom muninum yfir 20 stigin en Stjarnan náði að koma til baka, jafna og komst á einum tímapunkti yfir í leiknum. Hvað gerist svo þegar hlutirnir féllu með Njarðvík í restina? „Chaz kemur með auðvelda körfu á okkur og Mario setur góðan þrist. Við vorum í holu sem við því miður náðum ekki að komast upp úr.“ Arnar var krafinn um frekari svör, hvað veldur? „Það eru tvö lið að keppa, Njarðvíkingar æfa körfubolta. Þeir eru með leikmenn sem eru líka mjög góðir; Þorvaldur er góður í körfubolta og Chaz og Mario. Það sem gerist er að við erum ekki að spila fimm á móti engum. Við erum að spila á móti liði sem er að gera sitt besta og þeir eru líka að reyna vinna. Í dag gerðu þeir það. Þú spyrð hvað gerist, þetta er þannig að það er keppt í þessu, stundum gerist það að hitt liðið hittir ofan í en ekki þú.“ Arnar var sýnilega ekki sáttur við dómara leiksins. Var dómgæslan óvenjulega slök í kvöld? „Ég er búinn að þjálfa í sex ár hérna og hef ekki tjáð mig um dómgæslu. Ég ætla ekki að byrja á því í kvöld. Þeir voru án nokkurs vafa að gera sitt besta.“ „Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Þjálfarinn var spurður hvort hann hefði áhyggjur af spilamennskunni? „Fannst þér við alveg ömurlegir, var það málið?“ spurði þjálfarinn. Undirritaður sagði að framan af hafi þetta verið ansi dapurt en eftir að Stjarnan kom til baka hafði hann búist við því að liðið myndi klára með sigri. „Ég líka. Við sýndum á köflum fína spilamennsku. Ég þarf að horfa á þetta aftur, þú talar eins og við höfum verið alveg ömurlegir, og kannski er það málið. Ef þú hefur rétt fyrir þér að þetta hafi verið jafn ömurlegt og þú lætur í ljósi skína, þá hef ég áhyggjur.“ „Mér leið ekki eins og þetta hafi verið það hrikalegt. Mér fannst þetta ekki nógu gott, en ef þú hefur rétt fyrir þér þá hef ég áhyggjur. En ef tilfinningin mín er rétt þá þurfum við að fínstilla hluti og halda áfram að bæta okkur. Núna rétt eftir leik þá veit ég ekki hvort það sé þú eða ég sem hefur rétt fyrir sér.“ Á endurkomukaflanum var Ægir Þór að komast á hringinn hjá Njarðvík og stigin komu á færibandi. Þjálfarinn vill væntanlega sjá enn meira af því í framhaldinu. „Hann komst vel á hringinn og gerði vel og við bjuggum til skot. Tilfinning er að við lentum í smá vandræðum með að skora í restina og fengum á okkur auðveldar körfur á móti. Við misstum nokkra bolta og klikkuðum á nokkrum ágætis skotum. Mér fannst þetta fara þegar við töpuðum bolta eftir leikhlé,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum