Viðskipti innlent

Ein hóp­upp­sögn í desem­ber

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Arnar

Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í desember þar sem 48 starfsmönnum var sagt upp störfum í opinberri stjórnsýslu.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. Þarna er vísað til þess að öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar var sagt upp störfum um miðjan desember.

Á vef Vinnumálastofnunar segir að hópuppsagnirnar komi flestar til framkvæmda í febrúar 2024.

Til stendur að koma á fór nýrri stofnun, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, á þessu ári til að taka við verkefnum Menntamálastofnunar. Þetta hafi verið ákveðið á haustþingi og hafi því uppsagnirnar ekki komið starfsfólki Menntamálastofnunar á óvart.

Í nóvember var einnig tilkynnt um eina hópuppsögn til Vinnumálastofunar. Þá var 79 starfmönnum Controlant á Íslandi sagt upp.

Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×