Viðskipti innlent

Fram­lengja lokun lónsins

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bláa lónið verður ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi laugardaginn 6. janúar.
Bláa lónið verður ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi laugardaginn 6. janúar. Vísir/Vilhelm

Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að framlengja lokun til og með föstudagsins 5. janúar næstkomandi. Þá verður staðan endurmetin. 

Lónið hefur verið lokað síðan eldgos hófst við Sundhnúksgíga þann 18. desember en í tilkynningu frá Bláa lóninu segir að forsvarsmenn haldi áfram að fylgjast meðstöðunni í nánu samráði við yfirvöld. 

Það verður haft samband við þá viðskiptavini sem áttu staðfesta pöntun ofan í lónið dagana sem lokunin verður. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×