Segir Ísland geta komið á óvart á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2024 15:01 Simon Pytlick varð heimsmeistari með danska landsliðinu fyrir ári síðan og ætlar sér einnig gull á EM. EPA-EFE/Adam Warzawa Danski heimsmeistarinn Simon Pytlick segir í viðtali á vef EHF, handknattleikssambands Evrópu, að það sé skýrt markmið Dana að vinna EM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. Pytlick og félagar í danska landsliðinu hafa unnið HM síðustu þrjú skipti í röð. Árangurinn á EM hefur hins vegar ekki verið eins góður, þó að liðið hafi unnið bronsverðlaun á mótinu fyrir tveimur árum, en Danir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Pytlick var spurður að því hvaða lið önnur en Danmörk væru mögulegir kandídatar varðandi gullverðlaunin í ár og minntist þá á að Ísland gæti komið á óvart á mótinu. „Það er ótrúlegur fjöldi liða sem gæti keppt við okkur um Evrópumeistaratitilinn. Þýskaland er stór áskorun í ár, sérstaklega þar sem liðið er á heimavelli. Eins og vanalega er Frakkland með topplið, sem og Spánn og Svíþjóð. Og ég held að Noregur sé líka í góðu formi. Svo eru alltaf lið þarna sem maður veit ekki alveg hvernig standa. Það verða örugglega einhver lið sem koma á óvart, en það er erfitt að segja hver þeirra. Kannski að Ísland gæti farið langt á þessu móti. En hin liðin sem ég nefndi eru pottþétt lið sem geta barist um gullverðlaunin,“ sagði Pytlick. Spila í sömu höll og Íslendingar Danir spila í F-riðli á EM, í sömu höll og Íslendingar eða Ólympíuhöllinni í München. Þeir byrja á að mæta Tékklandi 11. janúar, svo Grikklandi og loks Portúgal, en spila ekki á sömu dögum og íslenska liðið. Tvö lið komast upp úr hverjum riðli í milliriðla. Danir færu í milliriðil tvö og gætu því í fyrsta lagi mætt Íslandi í undanúrslitum mótsins, kæmust bæði lið þangað, en tvö efstu lið úr hvorum milliriðli komast þangað. EM erfiðara en HM Pytlick er staðráðinn í að komast alla leið á sína fyrsta Evrópumeistaramóti, líkt og hann gerði á HM fyrir ári síðan: „Ég hlakka mikið til að spila í lokakeppni EM. Ég hef heyrt frá þeim sem hafa farið á mörg mót að það sé erfiðara að spila á EM en á HM. Ég hlakka mikið til að prófa það. Markmiðið er hundrað prósent að vinna EM, um það er enginn vafi. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að það er löng leið að því að standa uppi á pallinum með gull um hálsinn. Þetta verður erfið áskorun, maður þarf að hafa heppnina með sér og vera nógu góður til að fagna EM-gulli,“ sagði Pytlick. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Pytlick og félagar í danska landsliðinu hafa unnið HM síðustu þrjú skipti í röð. Árangurinn á EM hefur hins vegar ekki verið eins góður, þó að liðið hafi unnið bronsverðlaun á mótinu fyrir tveimur árum, en Danir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Pytlick var spurður að því hvaða lið önnur en Danmörk væru mögulegir kandídatar varðandi gullverðlaunin í ár og minntist þá á að Ísland gæti komið á óvart á mótinu. „Það er ótrúlegur fjöldi liða sem gæti keppt við okkur um Evrópumeistaratitilinn. Þýskaland er stór áskorun í ár, sérstaklega þar sem liðið er á heimavelli. Eins og vanalega er Frakkland með topplið, sem og Spánn og Svíþjóð. Og ég held að Noregur sé líka í góðu formi. Svo eru alltaf lið þarna sem maður veit ekki alveg hvernig standa. Það verða örugglega einhver lið sem koma á óvart, en það er erfitt að segja hver þeirra. Kannski að Ísland gæti farið langt á þessu móti. En hin liðin sem ég nefndi eru pottþétt lið sem geta barist um gullverðlaunin,“ sagði Pytlick. Spila í sömu höll og Íslendingar Danir spila í F-riðli á EM, í sömu höll og Íslendingar eða Ólympíuhöllinni í München. Þeir byrja á að mæta Tékklandi 11. janúar, svo Grikklandi og loks Portúgal, en spila ekki á sömu dögum og íslenska liðið. Tvö lið komast upp úr hverjum riðli í milliriðla. Danir færu í milliriðil tvö og gætu því í fyrsta lagi mætt Íslandi í undanúrslitum mótsins, kæmust bæði lið þangað, en tvö efstu lið úr hvorum milliriðli komast þangað. EM erfiðara en HM Pytlick er staðráðinn í að komast alla leið á sína fyrsta Evrópumeistaramóti, líkt og hann gerði á HM fyrir ári síðan: „Ég hlakka mikið til að spila í lokakeppni EM. Ég hef heyrt frá þeim sem hafa farið á mörg mót að það sé erfiðara að spila á EM en á HM. Ég hlakka mikið til að prófa það. Markmiðið er hundrað prósent að vinna EM, um það er enginn vafi. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að það er löng leið að því að standa uppi á pallinum með gull um hálsinn. Þetta verður erfið áskorun, maður þarf að hafa heppnina með sér og vera nógu góður til að fagna EM-gulli,“ sagði Pytlick.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira