„Sagði Pavel að ég yrði örugglega síðastur til að snúast gegn honum í klefanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2023 08:00 Pavel Ermolinskij ræðir við Pétur Rúnar Birgisson og Sigtrygg Arnar Björnsson. vísir/bára Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, var ekki tilbúinn að fá Pavel Ermolinskij sem þjálfara liðsins sumarið 2022. Hann hafði hins vegar skipt um skoðun um mitt tímabilið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í þætti sem verður frumsýndur í kvöld, um Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta karla 2023. Þátturinn er sá fjórði og síðasti sem sýndur er á Stöð 2 Sport yfir jólin og fjalla um Íslandsmeistaralið karla og kvenna í fótbolta og körfubolta 2023. Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar er rætt um ráðninguna á Pavel til Tindastóls. Það reyndist góð ákvörðun því Pavel varð fyrstur til að gera Stólana að Íslandsmeisturum. „Pavel kom fyrst upp í umræðuna um sumarið. Þá man ég að Helgi Freyr [Margeirsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls] kom og ræddi við mig. Ég man að ég sagði við hann að ég væri eiginlega ekki tilbúinn í það. Pavel væri ekki búinn að þjálfa og ég væri ekki tilbúinn að vera tilraunadýrið hans,“ sagði Pétur í þættinum um Tindastól. „Pavel hringdi svo í janúar og sagði að þetta væri komið langt á leið en hann vili ekki gera þetta nema hann hafi stuðning frá öllum. Hann vilji ekki - ég vona að það sé í lagi að ég segi þetta - taka við nema allir séu tilbúnir að fá hann. Ég sagði honum að ég hefði ekki verið tilbúinn að fá hann í sumar en aðstæðurnar væru allt aðrar núna og ég væri heldur betur tilbúinn að taka slaginn. Ég sagði honum að ég væri örugglega síðasti maðurinn til að snúast gegn honum í klefanum. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af mér.“ Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Tindastóll í Subway deild karla Sigtryggur Arnar Björnsson segir að Pavel hafi einfaldað hlutina hjá Tindastóli. „Við vorum kannski með þrjátíu kerfi áður en hann kom og vorum með 3-4 fjóra myndbandsfundi í viku og þeir voru í tvo tíma. Þetta var galið. Hann sagði bara: Finnum veikleika þeirra og nýtum okkur þá. Hann er ekkert að flækja þetta og vill hafa þetta frekar einfalt,“ sagði Sigtryggur. Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val í oddaleik á Hlíðarenda, 81-82, 18. maí 2023. Þátturinn um Íslandsmeistara Tindastóls verður frumsýndur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Enski boltinn LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Fótbolti Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Í beinni: Fulham - Arsenal | Nær Fulham að koma á óvart? Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í þætti sem verður frumsýndur í kvöld, um Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta karla 2023. Þátturinn er sá fjórði og síðasti sem sýndur er á Stöð 2 Sport yfir jólin og fjalla um Íslandsmeistaralið karla og kvenna í fótbolta og körfubolta 2023. Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar er rætt um ráðninguna á Pavel til Tindastóls. Það reyndist góð ákvörðun því Pavel varð fyrstur til að gera Stólana að Íslandsmeisturum. „Pavel kom fyrst upp í umræðuna um sumarið. Þá man ég að Helgi Freyr [Margeirsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls] kom og ræddi við mig. Ég man að ég sagði við hann að ég væri eiginlega ekki tilbúinn í það. Pavel væri ekki búinn að þjálfa og ég væri ekki tilbúinn að vera tilraunadýrið hans,“ sagði Pétur í þættinum um Tindastól. „Pavel hringdi svo í janúar og sagði að þetta væri komið langt á leið en hann vili ekki gera þetta nema hann hafi stuðning frá öllum. Hann vilji ekki - ég vona að það sé í lagi að ég segi þetta - taka við nema allir séu tilbúnir að fá hann. Ég sagði honum að ég hefði ekki verið tilbúinn að fá hann í sumar en aðstæðurnar væru allt aðrar núna og ég væri heldur betur tilbúinn að taka slaginn. Ég sagði honum að ég væri örugglega síðasti maðurinn til að snúast gegn honum í klefanum. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af mér.“ Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Tindastóll í Subway deild karla Sigtryggur Arnar Björnsson segir að Pavel hafi einfaldað hlutina hjá Tindastóli. „Við vorum kannski með þrjátíu kerfi áður en hann kom og vorum með 3-4 fjóra myndbandsfundi í viku og þeir voru í tvo tíma. Þetta var galið. Hann sagði bara: Finnum veikleika þeirra og nýtum okkur þá. Hann er ekkert að flækja þetta og vill hafa þetta frekar einfalt,“ sagði Sigtryggur. Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val í oddaleik á Hlíðarenda, 81-82, 18. maí 2023. Þátturinn um Íslandsmeistara Tindastóls verður frumsýndur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Enski boltinn LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Fótbolti Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Í beinni: Fulham - Arsenal | Nær Fulham að koma á óvart? Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Sjá meira