Viðskipti innlent

Andri er nýr fram­kvæmda­stjóri Landmark

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Andri Sigurðsson er nýr framkvæmdastjóri.
Andri Sigurðsson er nýr framkvæmdastjóri.

Andri Sigurðsson, fasteignasali og einn eig­enda LANDMARK fasteignamiðlunar ehf., hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins. Tek­ur hann við af Þóreyju Ólafsdóttur, fasteignasala sem hef­ur gegnt starf­inu undanfarin ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Þórey gangi einnig úr eigendahópnum. Hún hyggst nú ein­beita sér al­farið að sölu fasteigna hjá LANDMARK. Aðrir eigendur LANDMARK eru Júlíus Jóhannsson, Monika Hjálmtýsdóttir (starfandi formaður Félags fasteignasala), Sveinn Eyland og Sigurður Rúnar Samúelsson, öll fasteignasalar.

„Ég er ákaf­lega spennt­ur fyr­ir því að takast á við nýtt hlutverk samfara því að selja fasteignir og er þakklátur traustinu sem mér er sýnt. Á LANDMARK starfar samheldinn hópur löggiltra fasteignasala ásamt öflugri skjalagerðardeild, samtals þrettán manns. Það er mikill hugur í okkur og ég hlakka til að leiða áfram­hald­andi upp­bygg­ingu stof­unn­ar með þeim öfl­uga hópi sem þar starfar,“ seg­ir Andri í til­kynn­ing­unni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×