Embiid nálgast magnað met Abdul-Jabbar Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2023 09:29 Joel Embiid hefur verið að spila frábærlega undanfarið. Vísir/Getty Nóg var um að vera í NBA-deildinni í nótt. Leikmenn Philadelphia 76´ers settu met í sigri liðsins á Toronto Raptors. Þá virðist Golden State Warriors vera komið á flug. Philadelphia 76´ers vann 121-111 sigur á Toronto Raptors í nótt og er nú í þriðja sæti Austurdeildarinnar. Tyrese Maxey, Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu allir yfir þrjátíu stig í leiknum en þetta er í fyrsta sinn síðan 1961 sem þrír leikmenn 76´ers gera það í sama leiknum. Embiid skoraði 31 stig og tók 10 fráköst en hann hefur nú skorað meira en þrjátíu stig og tekið fleiri en tíu fráköst í þrettán leikjum í röð. Kareem Abdul-Jabbar á metið yfir flesta 30-10 leiki í röð en hann náði sextán slíkum tímabilið 1971-72. The Sixers' trio of Joel Embiid, Tyrese Maxey, and Tobias Harris combined for 97 PTS in their win over the Raptors Joel Embiid: 31 PTS, 10 REB, 9 ASTTyrese Maxey: 33 PTS, 10 AST, 4 3PMTobias Harris: 33 PTS, 8 REB, 7 AST pic.twitter.com/YeZleuMGRa— NBA (@NBA) December 23, 2023 Jordan Poole sneri aftur á sinn gamla heimavöll í nótt þegar Washington Wizards voru í heimsókn hjá Golden State Warriors. Steph Curry sá hins vegar til þess að endurkoma Poole var misheppnuð. Curry setti niður átta þriggja stiga skot í leiknum sem lið Warriors vann 129-118. Poole fékk að öðru leyti góðar móttökurá sínum gamla heimavelli því fyrir leik var sýnt myndband frá tíma hans hjá liði Warriors og áhorfendur í Chase Center hylltu hann fyrir leik. Dub Nation gave Jordan Poole a warm welcome during his return to Golden State Warriors-Wizards | Live on ESPN pic.twitter.com/CuDMdZyBKd— NBA (@NBA) December 23, 2023 „Þetta var frábært. Myndbandið og móttökurnar sem Jordan fékk var hápunktur leiksins fyrir mér. Þetta var mjög svo verðskuldað vegna alls þess sem hann gerði fyrir félagið okkar, stuðningsmennina, leikmenn og þjálfara. Hann var lykilmaður í liði sem vann meistaratitil og átti þetta skilið. Það var dásamlegt að sjá þetta,“ sagði Steve Kerr þjálfari Golden State Warriors eftir leik. Úrslit næturinnar í NBA: Brooklyn Nets - Denver Nuggets 117-122Houston Rockets - Dallas Mavericks 122-96Miami Heat - Atlanta Hawks 122-113Philadelphia 76´ers - Toronto Raptors 121-111Golden State Warriors - Washington Wizards 129-118Sacramento Kings - Phoenix Suns 120-105 NBA Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira
Philadelphia 76´ers vann 121-111 sigur á Toronto Raptors í nótt og er nú í þriðja sæti Austurdeildarinnar. Tyrese Maxey, Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu allir yfir þrjátíu stig í leiknum en þetta er í fyrsta sinn síðan 1961 sem þrír leikmenn 76´ers gera það í sama leiknum. Embiid skoraði 31 stig og tók 10 fráköst en hann hefur nú skorað meira en þrjátíu stig og tekið fleiri en tíu fráköst í þrettán leikjum í röð. Kareem Abdul-Jabbar á metið yfir flesta 30-10 leiki í röð en hann náði sextán slíkum tímabilið 1971-72. The Sixers' trio of Joel Embiid, Tyrese Maxey, and Tobias Harris combined for 97 PTS in their win over the Raptors Joel Embiid: 31 PTS, 10 REB, 9 ASTTyrese Maxey: 33 PTS, 10 AST, 4 3PMTobias Harris: 33 PTS, 8 REB, 7 AST pic.twitter.com/YeZleuMGRa— NBA (@NBA) December 23, 2023 Jordan Poole sneri aftur á sinn gamla heimavöll í nótt þegar Washington Wizards voru í heimsókn hjá Golden State Warriors. Steph Curry sá hins vegar til þess að endurkoma Poole var misheppnuð. Curry setti niður átta þriggja stiga skot í leiknum sem lið Warriors vann 129-118. Poole fékk að öðru leyti góðar móttökurá sínum gamla heimavelli því fyrir leik var sýnt myndband frá tíma hans hjá liði Warriors og áhorfendur í Chase Center hylltu hann fyrir leik. Dub Nation gave Jordan Poole a warm welcome during his return to Golden State Warriors-Wizards | Live on ESPN pic.twitter.com/CuDMdZyBKd— NBA (@NBA) December 23, 2023 „Þetta var frábært. Myndbandið og móttökurnar sem Jordan fékk var hápunktur leiksins fyrir mér. Þetta var mjög svo verðskuldað vegna alls þess sem hann gerði fyrir félagið okkar, stuðningsmennina, leikmenn og þjálfara. Hann var lykilmaður í liði sem vann meistaratitil og átti þetta skilið. Það var dásamlegt að sjá þetta,“ sagði Steve Kerr þjálfari Golden State Warriors eftir leik. Úrslit næturinnar í NBA: Brooklyn Nets - Denver Nuggets 117-122Houston Rockets - Dallas Mavericks 122-96Miami Heat - Atlanta Hawks 122-113Philadelphia 76´ers - Toronto Raptors 121-111Golden State Warriors - Washington Wizards 129-118Sacramento Kings - Phoenix Suns 120-105
NBA Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira