Handbolti

Janus Daði á leiðinni til Pick Szeged

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Janus Daði Smárason hefur verið að gera fína hluti með liði Magdeburgar.
Janus Daði Smárason hefur verið að gera fína hluti með liði Magdeburgar. Getty/Mario Hommes/

Íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason er sagður á vera á leiðinni til ungverska stórliðsins Pick Szeged í sumar.

Janus Daði spilar nú með þýska liðinu SC Magdeburg og er einn af þremur íslenskum landsliðsmönnum í liðinu.

Hann kom til Magdeburg í sumar þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist og hjálpaði liðinu meðal annars að verða heimsmeistari félagsliða.

Samkvæmt heimildum þýska blaðsins Bild þá hefur Janus náð samkomulagi við ungverska félagið um að fara þangað í sumar þegar samningur hans rennur út.

Janus Daði hefur spilað vel með Magdeburg á þessu tímabili og er með 35 mörk. 32 stoðsendingar og 73 prósent skotnýtingu í sextán leikjum.

Pick Szeged hefur unnið ungverska meistaratitilinn tvisvar á síðustu þremur árum en missti hann til Veszprém síðasta vor.

Janus er 28 ára gamall og lék með norska liðinu Kolstad Håndball áður en hann að skipti til Magdeburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×