Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Árni Sæberg skrifar 18. desember 2023 10:57 Svörtu stafirnir á dósinni urðu Sýn að falli. Heimkaup Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. Í ákvörðun nefndarinnar, sem tekin var þann 14. desember, segir að nefndinni hafi borist kvörtun vegna ætlaðra viðskiptaboða fyrir áfengi á Vísi. Í kvörtuninni hafi komið fram að á Vísi hafi birst auglýsing frá Víking Brugghúsi fyrir vörutegundina Víking Gylltur. Neðst í auglýsingunni hafi komið fram að um léttöl væri að ræða en með henni hafi hins vegar birst þær upplýsingar að Víking Gylltur hafi hlotið gullviðurkenningu á European Beer Challenge. Að mati kvartanda gæfi auglýsingin því til kynna að léttölið hafi fengið viðurkenninguna en hið rétta væri að áfenga útgáfan hafi hlotið þau. Litur letursins kom upp um bjórinn Í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar segir að þau viðskiptaboð sem kvörtun lúti að varði vörutegundina Víking Gylltur. Hún sé framleidd óáfeng og því heimilt að auglýsa þá útgáfu vörunnar. Í auglýsingunni á Vísi hafi hins vegar umbúðir áfengu útgáfunnar birst. Heiti tegundarinnar „Víking“ hafi verið ritað á flöskuna með svörtu letri, ásamt áfengisprósentunni 5,6%, en það letur vísi til áfengu tegundar vörunnar. Á umbúðum þeirrar óáfengu sé letrið hvítt, ásamt áfengisprósentunni 2,25%, til aðgreiningar fyrir neytendur. Upplýsingar sem birtust meðfram auglýsingunni um gullverðlaun/gullviðurkenningu frá European Beer Challenge eigi einnig aðeins við um áfengu útgáfuna af Víking Gylltum en tegundin hafi hlotið þau verðlaun árið 2022 í flokknum „International Style Pilsner“, samanber það sem fram kemur á vefsíðu keppninnar. Auglýsingin vísi því til áfengrar útgáfu vörunnar, bæði með umbúðum og vísun til fyrrgreindrar viðurkenningar. „Breytir engu þar um að auglýsingin hafi verið merkt með orðinu „Léttöl“, enda eru þær kröfur gerðar að lögum að einungis sé heimilt að auglýsa drykkjarvörur sem sannanlega eru óáfengar og á markaði fyrir neytendur.“ Margítrekað brotið reglurnar Með vísan til framangreindrar niðurstöðu hafi Fjölmiðlanefnd ákveðið að leggja stjórnvaldssekt á Sýn í samræmi við lög um fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd telji hæfilegt að sektin nemi 1.500.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar hafi verið tekið mið af því að Sýn hefur margítrekað brotið gegn ákvæði laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Jafnframt hafi verið litið til eðlis brots Sýnar og atvika máls að öðru leyti. Vísir er í eigu Sýnar. Auglýsinga- og markaðsmál Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Sýn Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira
Í ákvörðun nefndarinnar, sem tekin var þann 14. desember, segir að nefndinni hafi borist kvörtun vegna ætlaðra viðskiptaboða fyrir áfengi á Vísi. Í kvörtuninni hafi komið fram að á Vísi hafi birst auglýsing frá Víking Brugghúsi fyrir vörutegundina Víking Gylltur. Neðst í auglýsingunni hafi komið fram að um léttöl væri að ræða en með henni hafi hins vegar birst þær upplýsingar að Víking Gylltur hafi hlotið gullviðurkenningu á European Beer Challenge. Að mati kvartanda gæfi auglýsingin því til kynna að léttölið hafi fengið viðurkenninguna en hið rétta væri að áfenga útgáfan hafi hlotið þau. Litur letursins kom upp um bjórinn Í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar segir að þau viðskiptaboð sem kvörtun lúti að varði vörutegundina Víking Gylltur. Hún sé framleidd óáfeng og því heimilt að auglýsa þá útgáfu vörunnar. Í auglýsingunni á Vísi hafi hins vegar umbúðir áfengu útgáfunnar birst. Heiti tegundarinnar „Víking“ hafi verið ritað á flöskuna með svörtu letri, ásamt áfengisprósentunni 5,6%, en það letur vísi til áfengu tegundar vörunnar. Á umbúðum þeirrar óáfengu sé letrið hvítt, ásamt áfengisprósentunni 2,25%, til aðgreiningar fyrir neytendur. Upplýsingar sem birtust meðfram auglýsingunni um gullverðlaun/gullviðurkenningu frá European Beer Challenge eigi einnig aðeins við um áfengu útgáfuna af Víking Gylltum en tegundin hafi hlotið þau verðlaun árið 2022 í flokknum „International Style Pilsner“, samanber það sem fram kemur á vefsíðu keppninnar. Auglýsingin vísi því til áfengrar útgáfu vörunnar, bæði með umbúðum og vísun til fyrrgreindrar viðurkenningar. „Breytir engu þar um að auglýsingin hafi verið merkt með orðinu „Léttöl“, enda eru þær kröfur gerðar að lögum að einungis sé heimilt að auglýsa drykkjarvörur sem sannanlega eru óáfengar og á markaði fyrir neytendur.“ Margítrekað brotið reglurnar Með vísan til framangreindrar niðurstöðu hafi Fjölmiðlanefnd ákveðið að leggja stjórnvaldssekt á Sýn í samræmi við lög um fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd telji hæfilegt að sektin nemi 1.500.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar hafi verið tekið mið af því að Sýn hefur margítrekað brotið gegn ákvæði laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Jafnframt hafi verið litið til eðlis brots Sýnar og atvika máls að öðru leyti. Vísir er í eigu Sýnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Sýn Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira