Guðjón hættir sem forstjóri í apríl Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2023 07:24 Guðjón Auðunsson hefur starfað sem forstjóri Reita frá ágúst 2010. Vísir/Vilhelm Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann muni láta af störfum sem forstjóri félagsins 1. apríl næstkomandi. Hættir hann í framhaldi af aðalfundi félagsins sem fram fer 6. mars. Frá þessu greinir í tilkynningu til Kauphallar, en Guðjón hefur starfað sem forstjóri Reita frá ágúst 2010. Segir að starf forstjóra félagsins verði auglýst á næstunni. Í tilkynningunni er haft eftir Guðjóni að á tíma sínum hjá félaginu hafi það gengið í gegnum miklar og spennandi breytingar. „Í dag standa Reitir traustum fótum, eignasafn félagsins samanstendur af vönduðum eignum á góðum staðsetningum þar sem umgjörð er sköpuð um fjölbreytta atvinnustarfsemi. Þá býr félagið að afar áhugaverðum möguleikum varðandi fasteignaþróun. Það hafa verið forréttindi að fá að leiða þetta félag síðastliðin 13 ár með hópi frábærra samstarfsmanna. Allt hefur sinn tíma og að mínu mati er rétt að stíga til hliðar núna og eftirláta öðrum að leiða þau spennandi verkefni sem framundan eru hjá Reitum. Ég óska starfsmönnum, stjórn, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum félagsins alls hins besta í framtíðinni,“ segir Guðjón. Leitt vel heppnaða stækkun eignasafns Þá er haft eftir Þórarni V. Þórarinssyni, stjórnarformanni félagsins, að fyrir hönd stjórnar Reita vil hann þakka Guðjóni afar farsæl störf í þágu félagsins. „Stjórn metur mikils framlag hans til uppbyggingar og mótunar á traustum grunni að starfsemi þess. Guðjón hefur af festu og lipurð leitt mjög vel heppnaða stækkun á eignasafni Reita og jafnframt lagt mikið til undirbúnings að umfangsmikilli uppbyggingu þróunareigna félagsins sem fram undan er,“ segir Þórarinn. 135 eignir Á vef Reita segir að eignasafn Reita samanstandi af um 135 eignum sem sæe að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta Kringlunnar, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Sjóvár, Origo, Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru meðal annars Hótel Borg, Hotel Hilton Nordica og Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Berjaya Hotels, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum. Reitir fasteignafélag hf. er almenningshlutafélag skráð í Kauphöll síðan 2015. Vistaskipti Kauphöllin Reitir fasteignafélag Fasteignamarkaður Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Frá þessu greinir í tilkynningu til Kauphallar, en Guðjón hefur starfað sem forstjóri Reita frá ágúst 2010. Segir að starf forstjóra félagsins verði auglýst á næstunni. Í tilkynningunni er haft eftir Guðjóni að á tíma sínum hjá félaginu hafi það gengið í gegnum miklar og spennandi breytingar. „Í dag standa Reitir traustum fótum, eignasafn félagsins samanstendur af vönduðum eignum á góðum staðsetningum þar sem umgjörð er sköpuð um fjölbreytta atvinnustarfsemi. Þá býr félagið að afar áhugaverðum möguleikum varðandi fasteignaþróun. Það hafa verið forréttindi að fá að leiða þetta félag síðastliðin 13 ár með hópi frábærra samstarfsmanna. Allt hefur sinn tíma og að mínu mati er rétt að stíga til hliðar núna og eftirláta öðrum að leiða þau spennandi verkefni sem framundan eru hjá Reitum. Ég óska starfsmönnum, stjórn, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum félagsins alls hins besta í framtíðinni,“ segir Guðjón. Leitt vel heppnaða stækkun eignasafns Þá er haft eftir Þórarni V. Þórarinssyni, stjórnarformanni félagsins, að fyrir hönd stjórnar Reita vil hann þakka Guðjóni afar farsæl störf í þágu félagsins. „Stjórn metur mikils framlag hans til uppbyggingar og mótunar á traustum grunni að starfsemi þess. Guðjón hefur af festu og lipurð leitt mjög vel heppnaða stækkun á eignasafni Reita og jafnframt lagt mikið til undirbúnings að umfangsmikilli uppbyggingu þróunareigna félagsins sem fram undan er,“ segir Þórarinn. 135 eignir Á vef Reita segir að eignasafn Reita samanstandi af um 135 eignum sem sæe að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta Kringlunnar, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Sjóvár, Origo, Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru meðal annars Hótel Borg, Hotel Hilton Nordica og Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Berjaya Hotels, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum. Reitir fasteignafélag hf. er almenningshlutafélag skráð í Kauphöll síðan 2015.
Vistaskipti Kauphöllin Reitir fasteignafélag Fasteignamarkaður Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira