„Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2023 09:01 Auður Íris Ólafsdóttir var leikmaður Stjörnunnar áður en hún tók við liðinu 2021. vísir/hulda margrét Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. Í gær var greint frá því að Auður hefði óskað eftir því að hætta sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hún hefur stýrt liðinu ásamt Arnari Guðjónssyni frá 2021. „Það er erfitt að vera í fæðingarorlofi og með tvö lið. Ég greini og klippi allt og sef ekki. Þetta er aðallega út af börnunum. Ég á tvö börn sem ég hitti ekki lengur og þetta er erfitt,“ sagði Auður í samtali við Vísi. Hún á tvö börn, tíu mánaða strák og stelpu sem er að verða fjögurra ára. „Körfuboltinn er alltaf á tímanum þegar stelpan er heima og svo er maður alltaf að greina og klippa bak við tjöldin og sú vinna kláraði mig. Svo sefur strákurinn ekki á nóttunni og þá er þetta komið gott.“ Auk þess að þjálfa meistaraflokk Stjörnunnar var Auður með B-lið félagsins, unglingaflokk, sem keppir í 1. deild. Hún hættir með bæði lið. „Ég gat ekki valið á milli. Mér þykir ekkert smá vænt um þessar stelpur. Þetta er ótrúlega efnilegt og skemmtilegt lið,“ sagði Auður. Auður hefur þjálfað Stjörnuliðið ásamt Arnari Guðjónssyni.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að hafa ákveðið að láta staðar numið núna er Auður ekki hætt að þjálfa. „Ég mun alltaf þjálfa aftur en ekki meðan krakkarnir eru svona litlir. Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim. Ég var byrjuð að þjálfa tveimur vikum eftir að ég eignaðist barnið og þannig þetta hefur verið svolítil keyrsla,“ sagði Auður. Hún gengur sátt frá borði enda eru nýliðar Stjörnunnar í þriðja sæti Subway deildarinnar. „Það eru algjör forréttindi að fá að vera með þessum stelpum. Þetta eru bestu og efnilegustu stelpur á landinu og þrautseigjan í þeim er engu lík. Ákvörðunin er tekin þegar gengur vel. Ég geng ekki frá þessu þegar allt er í steik. Ég er búin að velta þessu fyrir mér í nokkrar vikur og ráðfæra mig við hina og þessa hvað ég eigi að gera,“ sagði Auður. Stjarnan vann Snæfell í síðasta leik Auðar við stjórnvölinn.vísir/hulda margrét „Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun og ég er búin að grenja yfir þessu hægri vinstri. En ég geng mjög sátt frá borði. Það kemur einhver annar í minn stað og það skiptir svo sem ekki máli hver er á hliðarlínunni að kalla á þessar stelpur; þær vita alveg hvað þær eiga að gera.“ Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Í gær var greint frá því að Auður hefði óskað eftir því að hætta sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hún hefur stýrt liðinu ásamt Arnari Guðjónssyni frá 2021. „Það er erfitt að vera í fæðingarorlofi og með tvö lið. Ég greini og klippi allt og sef ekki. Þetta er aðallega út af börnunum. Ég á tvö börn sem ég hitti ekki lengur og þetta er erfitt,“ sagði Auður í samtali við Vísi. Hún á tvö börn, tíu mánaða strák og stelpu sem er að verða fjögurra ára. „Körfuboltinn er alltaf á tímanum þegar stelpan er heima og svo er maður alltaf að greina og klippa bak við tjöldin og sú vinna kláraði mig. Svo sefur strákurinn ekki á nóttunni og þá er þetta komið gott.“ Auk þess að þjálfa meistaraflokk Stjörnunnar var Auður með B-lið félagsins, unglingaflokk, sem keppir í 1. deild. Hún hættir með bæði lið. „Ég gat ekki valið á milli. Mér þykir ekkert smá vænt um þessar stelpur. Þetta er ótrúlega efnilegt og skemmtilegt lið,“ sagði Auður. Auður hefur þjálfað Stjörnuliðið ásamt Arnari Guðjónssyni.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að hafa ákveðið að láta staðar numið núna er Auður ekki hætt að þjálfa. „Ég mun alltaf þjálfa aftur en ekki meðan krakkarnir eru svona litlir. Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim. Ég var byrjuð að þjálfa tveimur vikum eftir að ég eignaðist barnið og þannig þetta hefur verið svolítil keyrsla,“ sagði Auður. Hún gengur sátt frá borði enda eru nýliðar Stjörnunnar í þriðja sæti Subway deildarinnar. „Það eru algjör forréttindi að fá að vera með þessum stelpum. Þetta eru bestu og efnilegustu stelpur á landinu og þrautseigjan í þeim er engu lík. Ákvörðunin er tekin þegar gengur vel. Ég geng ekki frá þessu þegar allt er í steik. Ég er búin að velta þessu fyrir mér í nokkrar vikur og ráðfæra mig við hina og þessa hvað ég eigi að gera,“ sagði Auður. Stjarnan vann Snæfell í síðasta leik Auðar við stjórnvölinn.vísir/hulda margrét „Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun og ég er búin að grenja yfir þessu hægri vinstri. En ég geng mjög sátt frá borði. Það kemur einhver annar í minn stað og það skiptir svo sem ekki máli hver er á hliðarlínunni að kalla á þessar stelpur; þær vita alveg hvað þær eiga að gera.“
Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira