Viðskipti erlent

Hefur „efna­hags­lega raflostmeðferð“ á því að helminga virði pesósins

Árni Sæberg skrifar
Javier Milei er nýr forseti Argentínu. Hann ætlar að taka til í ríkisbuddunni.
Javier Milei er nýr forseti Argentínu. Hann ætlar að taka til í ríkisbuddunni. Marcelo Endelli/Getty

Ný ríkisstjórn Argentínu hefur tilkynnt að hún muni ríflega helminga virði argentíska pesósins gagnvart Bandaríkjadal. Þetta er fyrsta skrefið í „efnhagslegri raflostmeðferð“ sem Javier Milei, nýr forseti landsins, hefur boðað.

Samhliða gengisfellingunni tilkynnti Luis Caputo, nýskipaður fjármálaráðherra Argentínu, víðtækar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálunum. Þær fela meðal annars í sér að dregið verður úr niðurgreiðslu eldsneytis og samgangna og frysting opinberra verksamninga.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir Caputo að hann hafi tekið við versta þjóðarbúi í sögu Argentínu og að hann væri að stíga skref í átt að því að forðast óðaverðbólgu.

„Við verðum í verri málum en áður næstu mánuði, sérstaklega hvað varðar verðbólgu. Ég segi ykkur það vegna þess að, eins og forsetinn segir, það er skárra að segja óþægilegan sannleik en þægilega lygi,“ sagði Caputo í sjónvarpsávarpi í gær. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×