Viðskipti innlent

Ráðin nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Vök Bat­hs

Atli Ísleifsson skrifar
Kristín Dröfn Halldórsdóttir.
Kristín Dröfn Halldórsdóttir. Aðsend

Kristín Dröfn Halldórsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri hjá Vök Baths ehf.

Í tilkynningu segir að Kristín Dröfn sé fædd og uppalin á Austurlandi og hafi mikla reynslu úr ferðaþjónustu, en hún hafi um langt skeið starfað hjá Icelandair Hotels við fjölbreytt störf. 

„Síðustu tvö ár hefur Kristín starfað hjá LS Retail sem hluti af alþjóðlegu söluteymi í Evrópu með hugbúnaðarlausnir fyrir hótel, heilsulindir og veitingastaði. Kristín er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.A. gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Kristín mun hefja störf í byrjun nýs árs.

Kristín tekur við starfinu af Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur sem hefur gegnt því síðustu 3 ár með góðum árangri,“ segir í tilkynningunni. 

Vök Baths hóf starfsemi í lok júlí 2019.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×