Körfubolti

Tómas Valur með til­þrif um­ferðarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tómas Valur flaug í gegnum háloftin gegn Hamri.
Tómas Valur flaug í gegnum háloftin gegn Hamri. Vísir/Hulda Margrét

Tómas Valur Þrastarson átti tilþrif 10. umferðar Subway-deildar karla í körfubolta að mati Stefáns Árna Pálssonar og sérfræðinga Körfuboltakvölds. Bestu 10 tilþrif 10. umferðar má sjá hér að neðan.

Tómas Valur átti góðan leik þegar Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Hamri á dögunum. Tómas Valur skoraði 20 stig, tók 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.

Hann bauð upp á þessa líka rosalegu troðslu á gríðarlega mikilvægum tímapunkti í leiknum en Hamar var nálægt því að stela sigrinum.

Troðsluna hans Tómasar Vals sem og hin níu tilþrif 10. umferðar má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Tómas Valur með tilþrif umferðarinnar

Tengdar fréttir

Þórsarar mörðu Suðurlandsslaginn

Þór Þorlákshöfn vann nauman sex stiga sigur er liðið tók á móti stigalausum Hamarsmönnum í Suðurlandsslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-80.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×