Viðskipti innlent

Lands­bankinn tekur rúm­lega tíu milljarða lán

Atli Ísleifsson skrifar
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm

Landsbankinn og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hafa undirritað samning um að NIB láni Landsbankanum 75 milljónir Bandaríkjadala til sjö ára. Upphæðin nemur um 10,5 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag.

Í tilkynningu frá bankanum segir að lánasamningnum sé ætlað að fjármagna lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi og verkefni sem tengjast umhverfismálum.

„Um er að ræða fimmta lánasamninginn sem NIB gerir við Landsbankann, nú síðast í tengslum við BREEAM-vottaða nýbyggingu bankans við Reykjastræti í Reykjavík.

NIB er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu átta aðildarríkja: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar bæði til verkefna í opinbera og einkageiranum jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. Lánshæfismatseinkunn NIB er AAA/Aaa frá S&P Global og Moody’s,“ segir í tilkynningunni. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×