Handbolti

Þórir og Noregur fóru létt með Angóla

Dagur Lárusson skrifar
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson stýrir óstöðvandi norsku liði.
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson stýrir óstöðvandi norsku liði. EPA-EFE/Zsol

Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, fór létt með Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld.

Leiknum lauk með öruggum og stórum sigri Noregs 37-19 en Camilla Herrem var markahæst hjá Noregi með sjö mörk.

Eftir sigur Noregs er liðið á toppi milliriðils 2 með sex stig sem og Frakkar sem eru sæti neðar. Angóla er hins vegar á botninum á riðlinum án stiga.

Í milliriðli fjögur mættust síðan Holland og Brasilía þar sem lokatölur voru 35-27 fyrir Hollandi. Eftir leikinn er Holland á toppi milliriðils 4 með sex stig á meðan Brasilía er í fjórða sætinu með tvö stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×