Tungumálainngilding fyrir okkur öll Grace Achieng skrifar 6. desember 2023 07:46 Mikið var hressandi að horfa á fréttirnar þann 29. nóv þar sem menningar- og viðskiptaráðherra var gestur Kastljóss. Rætt var að áætlað er að a.m.k. 1,4 milljörðum verði varið í áætlun stjórnvalda til að efla íslenska tungu og meðal annars er gert ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar um að innflytjendur læri íslensku, auk þess sem þeir fái fleiri hvata og aukið svigrúm á vinnutíma til að fara á íslenskunámskeið. Tungumálahindranir, tungumálafordómar og áhrif þeirra á vinnumarkaðinn voru saga mín og saga margra innflytjenda. Þess vegna er ég svo þakklát fyrir þetta nýja framtak ráðherra, fyrir að hafa vettvang þar sem ég get talað um það sem skiptir mig máli og hefur áhrif á innflytjendur og samfélag okkar og fyrir það að ég nýt fulls stuðnings stjórnarinnar og Andreu Róbertsdóttur, framkvæmdastjóra FKA. Í tilefni viku íslenskunnar hafði ég fyrir hönd FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, umsjón með málþingi í Eddu sem félagið stóðu fyrir, þar sem við kynntumst samstarf við Bara tala. Þar var fjallað um mikilvægi íslenskunnar fyrir okkur öll og hvernig tungumálið sé í raun valdatæki og lykillinn að samfélaginu. Atvinnurekendum var bent á aðferðir við að styðja starfsfólk sem þarf og vill tileinka sér íslensku. Vel var mætt á málþingið, m.a. komu aðilar frá tungumálaskólanum Mími, Háskóla Íslands, Árnastofnun, vestfirska átakinu Gefum íslensku séns, Félagi kvenna í atvinnulífinu, nýsköpunarfyrirtækinu Bara tala, sem er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni og áhugasamt fólk um framtíð íslenskunnar. Meðal þeirra sem hélt erindi voru nýju íslendingarnir. „Munnurinn er vígvöllur mismunandi menningarheima“ var yfirskrift opnunarerindis míns, og Ester Ellen Nelson, foringi í Hjálpræðishernum í Reykjavík, og Sólveig Jan Jónasdóttir, meðeigandi Höfðabóns, fluttu einnig persónulegar reynslusögur um áskoranir og sigra undir yfirskriftinni „Íslenska með hreim er líka íslenska “ og „Af hverju skiptir nafnið mitt máli?“ Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala, fjallaði um mikilvægi þess að Íslendingar temji sér í auknum mæli þolinmæði til að hlusta á fólk sem reynir að spreyta sig á íslensku með því að „bara hlusta“. Í erindi sínu „Borðum þennan fíl!“ fjallaði hann meðal annars um það lykilatriði í lærdómsferlinu að æfa sig og hvers vegna kennslulausn á borð við Bara tala er gríðarlega mikilvæg til þess að fólk öðlist sjálfstraust við að tala tungumálið. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar 2022, flutti erindið „Allskyns orð“ og tjáði sig um tungumálið og kynjaðan veruleika þess með einstökum hætti. Ég er svo ánægð með þetta samstarf og með möguleika þessa apps á að gera tungumálið aðgengilegt innflytjendum, flóttafólki og öðrum sem vilja komast inn í íslenskt samfélag og vinnumarkaðinn, auk þess að varðveita íslenska tungumálið, sérstaklega fyrir þau sem hafa ekki efni á tungumálakennslu. Eins og ég hef alltaf sagt stend ég fyrir fjölbreytileika, inngildingu og sjálfbærni. Fyrir mér stendur þetta app fyrir allt af þessu - þar sem innflytjendur þurfa ekki að taka strætó eftir vinnudag í fullri vinnu til þess að fara í íslenskutíma á kvöldin, auk þess sem þeir þurfa heldur ekki að greiða háar upphæðir af lágum launum sínum eða fórna vinnutíma sínum til þess að læra tungumálið. Eftir málþingið skrifuðu FKA og Bara tala undir samstarfssamning en í honum felst að þróa stafræn íslenskukennslunámskeið inni í Bara tala smáforritinu sem miða að því að ýta undir jafnrétti og að efla konur og kvár af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Mín von er sú að komið verði á innleiðingarstefnu á Íslandi þar sem innflytjendur fá þjálfun í íslenskri menningu og tungumáli á grundvelli menntunar sinnar og hæfileika sem gerir þeim kleift að aðlaga sig vinnumarkaðnum og samfélaginu eins og í öðrum norrænum löndum, deila hæfni sinni og reynslu og saman byggja upp óendanlega þekkingu og sterkt samfélag. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic og stjórnarkona FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið var hressandi að horfa á fréttirnar þann 29. nóv þar sem menningar- og viðskiptaráðherra var gestur Kastljóss. Rætt var að áætlað er að a.m.k. 1,4 milljörðum verði varið í áætlun stjórnvalda til að efla íslenska tungu og meðal annars er gert ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar um að innflytjendur læri íslensku, auk þess sem þeir fái fleiri hvata og aukið svigrúm á vinnutíma til að fara á íslenskunámskeið. Tungumálahindranir, tungumálafordómar og áhrif þeirra á vinnumarkaðinn voru saga mín og saga margra innflytjenda. Þess vegna er ég svo þakklát fyrir þetta nýja framtak ráðherra, fyrir að hafa vettvang þar sem ég get talað um það sem skiptir mig máli og hefur áhrif á innflytjendur og samfélag okkar og fyrir það að ég nýt fulls stuðnings stjórnarinnar og Andreu Róbertsdóttur, framkvæmdastjóra FKA. Í tilefni viku íslenskunnar hafði ég fyrir hönd FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, umsjón með málþingi í Eddu sem félagið stóðu fyrir, þar sem við kynntumst samstarf við Bara tala. Þar var fjallað um mikilvægi íslenskunnar fyrir okkur öll og hvernig tungumálið sé í raun valdatæki og lykillinn að samfélaginu. Atvinnurekendum var bent á aðferðir við að styðja starfsfólk sem þarf og vill tileinka sér íslensku. Vel var mætt á málþingið, m.a. komu aðilar frá tungumálaskólanum Mími, Háskóla Íslands, Árnastofnun, vestfirska átakinu Gefum íslensku séns, Félagi kvenna í atvinnulífinu, nýsköpunarfyrirtækinu Bara tala, sem er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni og áhugasamt fólk um framtíð íslenskunnar. Meðal þeirra sem hélt erindi voru nýju íslendingarnir. „Munnurinn er vígvöllur mismunandi menningarheima“ var yfirskrift opnunarerindis míns, og Ester Ellen Nelson, foringi í Hjálpræðishernum í Reykjavík, og Sólveig Jan Jónasdóttir, meðeigandi Höfðabóns, fluttu einnig persónulegar reynslusögur um áskoranir og sigra undir yfirskriftinni „Íslenska með hreim er líka íslenska “ og „Af hverju skiptir nafnið mitt máli?“ Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala, fjallaði um mikilvægi þess að Íslendingar temji sér í auknum mæli þolinmæði til að hlusta á fólk sem reynir að spreyta sig á íslensku með því að „bara hlusta“. Í erindi sínu „Borðum þennan fíl!“ fjallaði hann meðal annars um það lykilatriði í lærdómsferlinu að æfa sig og hvers vegna kennslulausn á borð við Bara tala er gríðarlega mikilvæg til þess að fólk öðlist sjálfstraust við að tala tungumálið. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar 2022, flutti erindið „Allskyns orð“ og tjáði sig um tungumálið og kynjaðan veruleika þess með einstökum hætti. Ég er svo ánægð með þetta samstarf og með möguleika þessa apps á að gera tungumálið aðgengilegt innflytjendum, flóttafólki og öðrum sem vilja komast inn í íslenskt samfélag og vinnumarkaðinn, auk þess að varðveita íslenska tungumálið, sérstaklega fyrir þau sem hafa ekki efni á tungumálakennslu. Eins og ég hef alltaf sagt stend ég fyrir fjölbreytileika, inngildingu og sjálfbærni. Fyrir mér stendur þetta app fyrir allt af þessu - þar sem innflytjendur þurfa ekki að taka strætó eftir vinnudag í fullri vinnu til þess að fara í íslenskutíma á kvöldin, auk þess sem þeir þurfa heldur ekki að greiða háar upphæðir af lágum launum sínum eða fórna vinnutíma sínum til þess að læra tungumálið. Eftir málþingið skrifuðu FKA og Bara tala undir samstarfssamning en í honum felst að þróa stafræn íslenskukennslunámskeið inni í Bara tala smáforritinu sem miða að því að ýta undir jafnrétti og að efla konur og kvár af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Mín von er sú að komið verði á innleiðingarstefnu á Íslandi þar sem innflytjendur fá þjálfun í íslenskri menningu og tungumáli á grundvelli menntunar sinnar og hæfileika sem gerir þeim kleift að aðlaga sig vinnumarkaðnum og samfélaginu eins og í öðrum norrænum löndum, deila hæfni sinni og reynslu og saman byggja upp óendanlega þekkingu og sterkt samfélag. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic og stjórnarkona FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar