Þrjátíu stig í röð og þreföld tvenna dugðu ekki til Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. desember 2023 10:16 Oklahoma City Thunder hafði betur gegn Dallas Mavericks í ótrúlegum leik í nótt. Richard Rodriguez/Getty Images Luka Doncic og félagar hans í Dallas Mavericks þurftu að sætta sig við sex stiga tap er liðið tók á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 120-126, þrátt fyrir að heimamenn hafi á einum tímapunkti skorað þrjátíu stig í röð. Gestirnir frá Oklahoma höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu með sex stigum að loknum fyrsta leikhluta. Liðið hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og fór með 16 stiga forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 56-72. Áfram héldu gestirnir að auka forskot sitt að hálfleikshléinu loknu og var munurinn orðinn 23 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Þá vöknuðu heimamenn þó heldur betur til lífsins og á rétt tæplega sjö mínútna kafla í fjórða leikhluta skoruðu liðsmenn Dallas Mavericks þrjátíu stig gegn engu stigi gestanna. Liðið breytti stöðunni úr 87-111 í 117-111 og virtust ætla að stela sigrinum. The Mavs just went on a 30-0 run to take the lead in Dallas 😱Thunder-Mavericks | Live on the NBA App📲: https://t.co/yLKLHQXVnp pic.twitter.com/WgcAKmEaW9— NBA (@NBA) December 3, 2023 Heimamenn leiddu með tveimur stigum þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka, en gestirnir frá Oklahoma skoruðu seinustu átta stig leiksins og unnu að lokum óþarflega nauman sex stiga sigur, 120-126. Jalen Williams var stigahæsti maður gestanna með 23 stig, en hann tók einnig fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Luka Doncic verður seint sakaður um slaka frammistöðu í liði Dallas Mavericks, en hann skilaði þrefaldri tvennu. Doncic skoraði 36 stig, gaf 18 stoðsendingar og tók 15 fráköst. Jalen Williams and the @okcthunder outlast the Mavs in Dallas!Shai Gilgeous-Alexander: 17 PTS, 9 AST pic.twitter.com/ViYkHJbrWS— NBA (@NBA) December 3, 2023 Úrslit næturinnar Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers Minnesota Timberwolves 123-117 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 110-101 Detroit Pistons Orlando Magic 101-129 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 121-132 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 118-124 Chicago Bulls Indiana Pacers 144-129 Miami Heat Memphis Grizzlies 109-116 Phoenix Suns Oklahona City Thunder 126-120 Dallas Mavericks Portland Trailblazers 113-118 Utah Jazz Denver Nuggets 117-123 Sacramento Kings Houston Rockets 97-107 Los Angeles Lakers NBA Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Gestirnir frá Oklahoma höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu með sex stigum að loknum fyrsta leikhluta. Liðið hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og fór með 16 stiga forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 56-72. Áfram héldu gestirnir að auka forskot sitt að hálfleikshléinu loknu og var munurinn orðinn 23 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Þá vöknuðu heimamenn þó heldur betur til lífsins og á rétt tæplega sjö mínútna kafla í fjórða leikhluta skoruðu liðsmenn Dallas Mavericks þrjátíu stig gegn engu stigi gestanna. Liðið breytti stöðunni úr 87-111 í 117-111 og virtust ætla að stela sigrinum. The Mavs just went on a 30-0 run to take the lead in Dallas 😱Thunder-Mavericks | Live on the NBA App📲: https://t.co/yLKLHQXVnp pic.twitter.com/WgcAKmEaW9— NBA (@NBA) December 3, 2023 Heimamenn leiddu með tveimur stigum þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka, en gestirnir frá Oklahoma skoruðu seinustu átta stig leiksins og unnu að lokum óþarflega nauman sex stiga sigur, 120-126. Jalen Williams var stigahæsti maður gestanna með 23 stig, en hann tók einnig fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Luka Doncic verður seint sakaður um slaka frammistöðu í liði Dallas Mavericks, en hann skilaði þrefaldri tvennu. Doncic skoraði 36 stig, gaf 18 stoðsendingar og tók 15 fráköst. Jalen Williams and the @okcthunder outlast the Mavs in Dallas!Shai Gilgeous-Alexander: 17 PTS, 9 AST pic.twitter.com/ViYkHJbrWS— NBA (@NBA) December 3, 2023 Úrslit næturinnar Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers Minnesota Timberwolves 123-117 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 110-101 Detroit Pistons Orlando Magic 101-129 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 121-132 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 118-124 Chicago Bulls Indiana Pacers 144-129 Miami Heat Memphis Grizzlies 109-116 Phoenix Suns Oklahona City Thunder 126-120 Dallas Mavericks Portland Trailblazers 113-118 Utah Jazz Denver Nuggets 117-123 Sacramento Kings Houston Rockets 97-107 Los Angeles Lakers
Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers Minnesota Timberwolves 123-117 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 110-101 Detroit Pistons Orlando Magic 101-129 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 121-132 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 118-124 Chicago Bulls Indiana Pacers 144-129 Miami Heat Memphis Grizzlies 109-116 Phoenix Suns Oklahona City Thunder 126-120 Dallas Mavericks Portland Trailblazers 113-118 Utah Jazz Denver Nuggets 117-123 Sacramento Kings Houston Rockets 97-107 Los Angeles Lakers
NBA Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira