Viðskiptajöfnuður jákvæður um 62 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 10:47 Þjónustujöfnuður var jákvæður um 150 milljarða króna. Það má að mestu leyti rekja til erlendra ferðamanna. Vísir/Vilhelm Á þriðja ársfjórðungi 2023 var 61,8 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 60,8 milljörðum króna betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 39,7 milljörðum króna betri en á sama fjórðungi árið 2022 Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2023 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. Þjónusta vegur þungt Þar segir að halli á vöruskiptajöfnuði hafi verið 94,2 milljarðar en 150,3 milljarða króna afgangur hafi verið á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur hafi skilað 18,8 milljarða króna afgangi en rekstrarframlög 13,1 milljarðs króna halla. Lakari afkoma erlendra fyrirtækja eykur afganginn Í skýringum með upplýsingunum segir að betri niðurstaða viðskiptajafnaðar miðað við sama ársfjórðung árið 2022 skýrist meðal annars af hagstæðari niðurstöðu frumþáttatekna, sem nemi 34,2 milljörðum króna. Það sé að mestu leyti til komið vegna lakari afkomu fyrirtækja í erlendri eigu sem flokkast undir beina fjárfestingu. Einnig hafi verið aukinn afgangur af þjónustuviðskiptum, sem nemi 32,4 milljörðum króna. Á móti vegi að halli af vöruviðskiptum jókst um 24,6 milljarða króna og af rekstrarframlögum um 2,2 milljarða króna. Hrein staða jákvæð um 1.272 milljarða Þá segir að í lok ársfjórðungsins hafi hrein staða við útlönd verið jákvæð um 1.272 milljarða króna, eða 31,2 prósent af vergri landsframleiðslu, og batnað um 145 milljarða króna eða 3,6 prósent af vergri landsframleiðslu á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins hafi numið 5.286 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.014 milljörðum króna. Á fjórðungnum hafi staðan batnað um 74 milljarða króna vegna fjármagnsviðskipta en erlendar eignir hækkað um 216 milljarða króna og skuldir um 142 milljarða króna. Gengis- og verðbreytingar hafi lækkað virði eigna á ársfjórðungnum um 103 milljarða króna og skulda um 184 milljarða króna og því leitt til 80 milljarða króna betri hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar hafi hækkað um tæp tvö prósent miðað við gengisskráningarvog. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hafi hækkað um 0,7 prósent milli fjórðunga en verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði lækkað um 1,1 prósent. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2023 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. Þjónusta vegur þungt Þar segir að halli á vöruskiptajöfnuði hafi verið 94,2 milljarðar en 150,3 milljarða króna afgangur hafi verið á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur hafi skilað 18,8 milljarða króna afgangi en rekstrarframlög 13,1 milljarðs króna halla. Lakari afkoma erlendra fyrirtækja eykur afganginn Í skýringum með upplýsingunum segir að betri niðurstaða viðskiptajafnaðar miðað við sama ársfjórðung árið 2022 skýrist meðal annars af hagstæðari niðurstöðu frumþáttatekna, sem nemi 34,2 milljörðum króna. Það sé að mestu leyti til komið vegna lakari afkomu fyrirtækja í erlendri eigu sem flokkast undir beina fjárfestingu. Einnig hafi verið aukinn afgangur af þjónustuviðskiptum, sem nemi 32,4 milljörðum króna. Á móti vegi að halli af vöruviðskiptum jókst um 24,6 milljarða króna og af rekstrarframlögum um 2,2 milljarða króna. Hrein staða jákvæð um 1.272 milljarða Þá segir að í lok ársfjórðungsins hafi hrein staða við útlönd verið jákvæð um 1.272 milljarða króna, eða 31,2 prósent af vergri landsframleiðslu, og batnað um 145 milljarða króna eða 3,6 prósent af vergri landsframleiðslu á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins hafi numið 5.286 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.014 milljörðum króna. Á fjórðungnum hafi staðan batnað um 74 milljarða króna vegna fjármagnsviðskipta en erlendar eignir hækkað um 216 milljarða króna og skuldir um 142 milljarða króna. Gengis- og verðbreytingar hafi lækkað virði eigna á ársfjórðungnum um 103 milljarða króna og skulda um 184 milljarða króna og því leitt til 80 milljarða króna betri hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar hafi hækkað um tæp tvö prósent miðað við gengisskráningarvog. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hafi hækkað um 0,7 prósent milli fjórðunga en verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði lækkað um 1,1 prósent.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Sjá meira