„Vanir að fá bara heimadómgæslu hér í Keflavík“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. nóvember 2023 21:44 Ívar lét dómarana heyra það eftir leik Vísir/Hulda Margrét Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ómyrkur í máli í garð dómaranna eftir tap hans manna í Keflavík, 100-86. Alls voru dæmdar 25 villur á Blika í kvöld en aðeins tólf á heimamenn og þeir voru villulausir í fjórða leikhluta þar til í blálokin. Blikar voru nokkuð sprækir framan af leik og leiddu í hálfleik en misstu svo leikinn frá sér undir lokin þrátt fyrir að gefast aldrei upp. „Okkur vantaði held ég bara Everage í lokin. Okkur vantaði svona smá sóknarógn í lokin. Það var eiginlega bara munurinn. Plús það að við fáum hvað 26-7 villur en þeir tólf. Þeir voru ekki komnir með eina villu þegar það var ein og hálf mínúta eftir að fjórða leikhluta, þá var ekki búið að dæma eina villu á Keflavík. Það er margt sem ég skil ekki en þetta var ótrúlegt.“ Þessi skakka tölfræði í villunum vakti einnig athygli blaðamanns sem og sú staðreynd að heimamenn vældu nær látlaust í dómurnum yfir því að fá fleiri villur dæmdar á gestina. Ívar sagði að það væri einföld skýring á pirringi Keflvíkinga, þeir væru bara of góðu vanir á heimavelli. „Þeir eru vanir að fá bara heimadómgæslu hér í Keflavík. Ég vildi að dómaranir kæmu í Smárann og dæmdu svona eins og þeir dæma hér. Ef þeir dæma villurnar öðru megin þá verða þeir að dæma þær hinumegin líka. Þetta er alveg galið! Ég held að þetta sé sama dómaratríó og var að klúðra síðasta leik hjá Álftanesi, þetta er ekki boðlegt.“ Eftir að hafa látið gamminn geysa um dómgæsluna róaðist Ívar þó fljótt og viðurkenndi að dómgæslan hefði sennilega ekki kostað þá sigurinn þegar öllu var á botninn hvolft. „En við erum ekki að tapa þar endilega en það hefði kannski hjálpað okkur að fá eina tvær villur. Okkur vantaði bara smá sóknarógn í fjórða leikhluta, við vorum að ströggla aðeins í sókninni. Eiginlega allan leikinn vorum við búnir að spila mjög vel saman þar sem við fengum þá til að fara úr sínum varnarstöðum en svo kemur kannski aðeins þreyta í lokin og þá vantar okkur kannski aðeins smá gæði þar.“ Herslumuninn skorti „Með örlítið betri leik hér í fjórða leikhluta hefðum við getað gert eitthvað en því miður. Heilt yfir stoltur af strákunum og mér finnst þeir vera í mikilli framför. Við erum að spila fullt af íslenskum strákum í kvöld á móti atvinnumannaliði. Þetta er nokkurn veginn atvinnumannadeild svo að ég get ekki verið að afsaka mig með því. Við vissum í hvað við vorum að fara og ég er ánægður með okkar framfarir og vona að við stígum næsta skref. Ég tel að við séum á góðri vegferð. Við eigum Val næst og ég held að við „mötsum“ ágætlega upp á móti þeim. Við þurfum bara að koma grimmir í þann leik.“ Blikar lönduðu sínum fyrsta sigri í síðstu umferð og Ívar tók undir greiningu blaðamanns sem sagði að það væri allt annar bragur á liðinu en í upphafi móts. „Við erum líka búnir að vera í meiðslum. Ég er ekki búinn að vera í einum leik í vetur með fullt lið. Við vorum með Árna og Snorra út í byrjun, svo missum við Everage sem var búinn að vera meiddur líka í byrjun. Everage kemur örugglega inn í næsta leik og hann mun pottþétt hjálpa okkur gríðarlega mikið.“ Ívar lauk viðtalinu á að stappa stálinu í sína menn og sagði að þeir færu í alla leiki til að vinna, þar á meðal þennan þó það hafi ekki gengið eftir að þessu sinni. „Þannig að ég er bara spenntur að sjá hvernig við verðum með fullt lið. Við þurfum náttúrulega bara að fara að vinna fleiri leiki. Við ætluðum okkur sigur hér, það er engin launung að við ætluðum okkur að koma hér og vinna. Ég geri þá kröfu að við förum hvert sem er og við ætlum að vinna og við ætlum að vinna á fimmtudaginn líka.“ Körfubolti Breiðablik Subway-deild karla Mest lesið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Fótbolti Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Enski boltinn Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Sport Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Körfubolti Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Sport 24 ára írskur afreksknapi lést Sport Fleiri fréttir Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Sjá meira
Blikar voru nokkuð sprækir framan af leik og leiddu í hálfleik en misstu svo leikinn frá sér undir lokin þrátt fyrir að gefast aldrei upp. „Okkur vantaði held ég bara Everage í lokin. Okkur vantaði svona smá sóknarógn í lokin. Það var eiginlega bara munurinn. Plús það að við fáum hvað 26-7 villur en þeir tólf. Þeir voru ekki komnir með eina villu þegar það var ein og hálf mínúta eftir að fjórða leikhluta, þá var ekki búið að dæma eina villu á Keflavík. Það er margt sem ég skil ekki en þetta var ótrúlegt.“ Þessi skakka tölfræði í villunum vakti einnig athygli blaðamanns sem og sú staðreynd að heimamenn vældu nær látlaust í dómurnum yfir því að fá fleiri villur dæmdar á gestina. Ívar sagði að það væri einföld skýring á pirringi Keflvíkinga, þeir væru bara of góðu vanir á heimavelli. „Þeir eru vanir að fá bara heimadómgæslu hér í Keflavík. Ég vildi að dómaranir kæmu í Smárann og dæmdu svona eins og þeir dæma hér. Ef þeir dæma villurnar öðru megin þá verða þeir að dæma þær hinumegin líka. Þetta er alveg galið! Ég held að þetta sé sama dómaratríó og var að klúðra síðasta leik hjá Álftanesi, þetta er ekki boðlegt.“ Eftir að hafa látið gamminn geysa um dómgæsluna róaðist Ívar þó fljótt og viðurkenndi að dómgæslan hefði sennilega ekki kostað þá sigurinn þegar öllu var á botninn hvolft. „En við erum ekki að tapa þar endilega en það hefði kannski hjálpað okkur að fá eina tvær villur. Okkur vantaði bara smá sóknarógn í fjórða leikhluta, við vorum að ströggla aðeins í sókninni. Eiginlega allan leikinn vorum við búnir að spila mjög vel saman þar sem við fengum þá til að fara úr sínum varnarstöðum en svo kemur kannski aðeins þreyta í lokin og þá vantar okkur kannski aðeins smá gæði þar.“ Herslumuninn skorti „Með örlítið betri leik hér í fjórða leikhluta hefðum við getað gert eitthvað en því miður. Heilt yfir stoltur af strákunum og mér finnst þeir vera í mikilli framför. Við erum að spila fullt af íslenskum strákum í kvöld á móti atvinnumannaliði. Þetta er nokkurn veginn atvinnumannadeild svo að ég get ekki verið að afsaka mig með því. Við vissum í hvað við vorum að fara og ég er ánægður með okkar framfarir og vona að við stígum næsta skref. Ég tel að við séum á góðri vegferð. Við eigum Val næst og ég held að við „mötsum“ ágætlega upp á móti þeim. Við þurfum bara að koma grimmir í þann leik.“ Blikar lönduðu sínum fyrsta sigri í síðstu umferð og Ívar tók undir greiningu blaðamanns sem sagði að það væri allt annar bragur á liðinu en í upphafi móts. „Við erum líka búnir að vera í meiðslum. Ég er ekki búinn að vera í einum leik í vetur með fullt lið. Við vorum með Árna og Snorra út í byrjun, svo missum við Everage sem var búinn að vera meiddur líka í byrjun. Everage kemur örugglega inn í næsta leik og hann mun pottþétt hjálpa okkur gríðarlega mikið.“ Ívar lauk viðtalinu á að stappa stálinu í sína menn og sagði að þeir færu í alla leiki til að vinna, þar á meðal þennan þó það hafi ekki gengið eftir að þessu sinni. „Þannig að ég er bara spenntur að sjá hvernig við verðum með fullt lið. Við þurfum náttúrulega bara að fara að vinna fleiri leiki. Við ætluðum okkur sigur hér, það er engin launung að við ætluðum okkur að koma hér og vinna. Ég geri þá kröfu að við förum hvert sem er og við ætlum að vinna og við ætlum að vinna á fimmtudaginn líka.“
Körfubolti Breiðablik Subway-deild karla Mest lesið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Fótbolti Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Enski boltinn Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Sport Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Körfubolti Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Sport 24 ára írskur afreksknapi lést Sport Fleiri fréttir Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Sjá meira