Innherji

Yfirtökuboðinu var ætlað að hagnast á veikri stjórn Marels og erfið­leikum Eyris

Hörður Ægisson og Helgi Vífill Júlíusson skrifa
Adam Epstein, einn stofnanda fjárfestingafélagsins Teleois Capital sem er stór hluthafi í Marel, gagnrýnir Arnar Þór Másson, stjórnarformann Marels, í opnu bréfi. Er því haldið fram að stjórnin hafi ekki gripið til fyrirbyggjandi aðgerða eða varna til að takast á við hagsmunaárekstra á milli Árna Odds forstjóra sem stærsta hluthafans og erfiðleika í eigin fjármálum.
Adam Epstein, einn stofnanda fjárfestingafélagsins Teleois Capital sem er stór hluthafi í Marel, gagnrýnir Arnar Þór Másson, stjórnarformann Marels, í opnu bréfi. Er því haldið fram að stjórnin hafi ekki gripið til fyrirbyggjandi aðgerða eða varna til að takast á við hagsmunaárekstra á milli Árna Odds forstjóra sem stærsta hluthafans og erfiðleika í eigin fjármálum.

Evrópski vogunarsjóðurinn Teleios Capital Partners, einn stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels með 3,3 prósenta hlut, gagnrýnir harðlega stjórn fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og segir vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Sjóðurinn styður ákvörðun stjórnar að hafna mögulegu tilboði John Bean Technologies en segir þörf á skýrleika um eignarhald Marels, sem hafi ekki reynst farsælt með Eyri sem aðaleigenda, til framtíðar litið.


Tengdar fréttir

Marel ætti að fara í hluta­fjár­aukningu til að grynnka á miklum skuldum

Hlutabréfaverð Marels rauk upp í byrjun vikunnar eftir að greinendur ING hækkuðu talsvert verðmat sitt á félaginu en þrátt fyrir að uppgjör þriðja fjórðungs hafi verið undir væntingum telja þeir jákvæð teikn á lofti í rekstrinum sem endurspeglist meðal annars í minnkandi kostnaðargrunni. Að sögn hollenska bankans væri skynsamlegt fyrir Marel að ráðast í hlutafjáraukningu í því skyni að minnka óhóflega skuldsetningu félagsins.

Fé­lag Árna Odds tapaði yfir 1.100 milljónum eftir verð­fall á bréfum Marels

Eignarhaldsfélag í eigu Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, tapaði yfir 1.122 milljónum króna á síðasta ári eftir mikið verðfall á gengi bréfa Marels sem er eina undirliggjandi eign félagsins. Eigið fé þess var neikvætt um liðlega 600 milljónir um áramótin en endurgreiðsla láns við fjármálastofnun sem hvílir á félaginu, tryggt með veðum í bréfum Eyris Invest, var framlengt til þriggja ára.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×