Hvert renna þín sóknargjöld? Siggeir F. Ævarsson skrifar 30. nóvember 2023 07:31 Sóknargjöld eru sérkennilegur skattur. Frá þeim er engin undankoma, allir íslenskir skattgreiðendur borga þau óháð trúar- og lífsskoðunum en alls kostuðu trúmál íslenska ríkið tæpa 9 milljarða á þessu ári. En þrátt fyrir að við borgum þau öll eru þau ekki á skattaskýrslunum okkar eins og t.d. nefskatturinn til RÚV eða gjald í framkvæmdasjóð aldraðra. Ríkið tekur einfaldlega ákveðna upphæð úr sameiginlegum sjóðum okkar ár hvert og greiðir til trúar- og lífsskoðunarfélaga miðað við félagafjölda þeirra 1. desember ár hvert. Ríkið tók að sér innheimtu sóknargjalda á sínum tíma þar sem prestum þjóðkirkjunnar gekk bölvanlega að innheimta þau frá sóknarbörnum. Þetta skrítna kerfi hefur leitt af sér endalausan núning en undanfarin ár hefur verið gerð ítrekuð tilraun til að lækka sóknargjöldin í fjárlögum sem ríkiskirkjan mótmælir af krafti og fær sínu framgengt ár eftir ár. Fjárreiður margra sókna Íslands eru í algjörum ólestri en tugir safnaða ríkiskirkjunnar eru tæknilega gjaldþrota. Því skal haldið til haga að sóknargjöldin greiða ekki laun presta þjóðkirkjunnar. Þeir eru ríkisstarfsmenn (en samt ekki). Sóknargjöldin okkar greiða fyrir allskonar hluti eins og orgel, sunnudagaskólann, viðhald á byggingum og margt fleira. Bókhaldið er oft hvorki gegnsætt né aðgengilegt og sum af stóru félögunum virðast eiga í stökustu vandræðum með að reka sig réttu megin við núllið þrátt fyrir að fá milljónir í sóknargjöld. Eitt af litlu félögunum er DíaMat, félag um díalektíska efnishyggju, með 199 skráða meðlimi þegar þetta er skrifað. Sóknargjöld félagsins renna að stórum hluta í góðgerðamál og til valdeflingar þeirra sem eiga undir högg að sækja enda söfnum við okkur ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir. Félagið hefur m.a. styrkt Píeta samtökin, Félagið Ísland Palestína og Rétt barna á flótta, svo einhver dæmi séu nefnd. Að lokum er vert að nefna að stór hluti Íslendinga stendur utan trúfélaga. Ríkið reiknar engin sóknargjöld á þá einstaklinga en þeir borga þau nú samt. Eini munurinn er sá að þeir einstaklingar hafa ekkert um það að segja hvert þau renna eða hvernig þeim er ráðstafað. Það er lífsseig mýta að sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga renni til Háskóla Íslands en það fyrirkomulag var afnumið 2009. Þú getur haft áhrif á það hvert þín sóknargjöld renna og ég hvet þig til að taka upplýsta ákvörðun um það. Ef þú skráir þig í DíaMat getur þú haft bein áhrif á hvert okkar sóknargjöld renna á næsta ári. Þú getur breytt skráningunni þinni í dag á einfaldan hátt á vefsíðu Þjóðskrár, www.skra.is. Höfundur er skattpíndur trúleysingi og gjaldkeri DíaMat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Trúmál Skattar og tollar Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Sóknargjöld eru sérkennilegur skattur. Frá þeim er engin undankoma, allir íslenskir skattgreiðendur borga þau óháð trúar- og lífsskoðunum en alls kostuðu trúmál íslenska ríkið tæpa 9 milljarða á þessu ári. En þrátt fyrir að við borgum þau öll eru þau ekki á skattaskýrslunum okkar eins og t.d. nefskatturinn til RÚV eða gjald í framkvæmdasjóð aldraðra. Ríkið tekur einfaldlega ákveðna upphæð úr sameiginlegum sjóðum okkar ár hvert og greiðir til trúar- og lífsskoðunarfélaga miðað við félagafjölda þeirra 1. desember ár hvert. Ríkið tók að sér innheimtu sóknargjalda á sínum tíma þar sem prestum þjóðkirkjunnar gekk bölvanlega að innheimta þau frá sóknarbörnum. Þetta skrítna kerfi hefur leitt af sér endalausan núning en undanfarin ár hefur verið gerð ítrekuð tilraun til að lækka sóknargjöldin í fjárlögum sem ríkiskirkjan mótmælir af krafti og fær sínu framgengt ár eftir ár. Fjárreiður margra sókna Íslands eru í algjörum ólestri en tugir safnaða ríkiskirkjunnar eru tæknilega gjaldþrota. Því skal haldið til haga að sóknargjöldin greiða ekki laun presta þjóðkirkjunnar. Þeir eru ríkisstarfsmenn (en samt ekki). Sóknargjöldin okkar greiða fyrir allskonar hluti eins og orgel, sunnudagaskólann, viðhald á byggingum og margt fleira. Bókhaldið er oft hvorki gegnsætt né aðgengilegt og sum af stóru félögunum virðast eiga í stökustu vandræðum með að reka sig réttu megin við núllið þrátt fyrir að fá milljónir í sóknargjöld. Eitt af litlu félögunum er DíaMat, félag um díalektíska efnishyggju, með 199 skráða meðlimi þegar þetta er skrifað. Sóknargjöld félagsins renna að stórum hluta í góðgerðamál og til valdeflingar þeirra sem eiga undir högg að sækja enda söfnum við okkur ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir. Félagið hefur m.a. styrkt Píeta samtökin, Félagið Ísland Palestína og Rétt barna á flótta, svo einhver dæmi séu nefnd. Að lokum er vert að nefna að stór hluti Íslendinga stendur utan trúfélaga. Ríkið reiknar engin sóknargjöld á þá einstaklinga en þeir borga þau nú samt. Eini munurinn er sá að þeir einstaklingar hafa ekkert um það að segja hvert þau renna eða hvernig þeim er ráðstafað. Það er lífsseig mýta að sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga renni til Háskóla Íslands en það fyrirkomulag var afnumið 2009. Þú getur haft áhrif á það hvert þín sóknargjöld renna og ég hvet þig til að taka upplýsta ákvörðun um það. Ef þú skráir þig í DíaMat getur þú haft bein áhrif á hvert okkar sóknargjöld renna á næsta ári. Þú getur breytt skráningunni þinni í dag á einfaldan hátt á vefsíðu Þjóðskrár, www.skra.is. Höfundur er skattpíndur trúleysingi og gjaldkeri DíaMat.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun