Valur vann einstaklega þægilegan sigur á Breiðabliki í kvöld, lokatölur á Hlíðarenda 64-43. Það var nær ekkert skorað í fyrri hálfleik, staðan 25-23 í hálfleik. Í þriðja leikhluta gerðust hins vegar ótrúlegir hlutir, Valur skoraði 25 stig á meðan gestirnir skoruðu aðeins tvö stig og því fór sem fór.
Ásta Júlía Grímsdóttir var stigahæst í liði Vals með 18 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Sóllilja Bjarnadóttir var stigahæst í liði Breiðabliks með 10 stig.
Haukar mættu Snæfelli í Stykkishólmi og unnu sex stiga útisigur, lokatölur 72-78. Þar var það frábær síðari hálfleik sem tryggði sigur gestanna en Snæfell leiddi með 13 stigum í hálfleik.
Shawnta Grenetta Shaw skoraði 25 stig í liði Snæfells, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Eva Rupnik kom þar á eftir með 20 stig.
Í sigurliðinu var Tinna Alexandersdóttir stigahæst með 20 stig ásamt því að taka 9 fráköst. Þar á eftir kom Þóra Kristín Jónsdóttir með 14 stig en hún gaf einnig 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst.
Valur er áfram í 5. sæti með 6 sigra í 10 leikjum og Haukar eru sæti neðar með 5 sigra í jafn mörgum leikjum.