Viðskipti innlent

Spá því að verð­bólgan aukist

Bjarki Sigurðsson skrifar
Landsbankinn í Grafarholti.
Landsbankinn í Grafarholti. VÍSIR/VILHELM

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan aukist um 0,2 prósent milli mánaða og verði 8,1 prósent. Þá muni hún hækka enn meira í desember og verða 8,3 prósent.

Þetta kemur fram í hagsjá hagfræðideildarinnar sem birtist fyrir helgi. Í síðasta mánuði mældist verðbólgan 7,9 prósent.

 Spáir deildin því að bjartari tímar séu þó framundan á næsta ári, hún verði 7,4 prósent í janúar og 6,8 prósent í febrúar. Á miðvikudag birtir Hagstofa Íslands svo raunverulegar tölur.

Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að lækka. Lækkunin mældist 4,1 prósent í síðasta mánuði og 4,8 prósent mánuðinn þar á undan. Kaupsamningum hefur farið að fjölga og voru þeir nítján prósent fleiri í október en í sama mánuði í fyrra. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×