Viðskipti innlent

Semja aftur um flug til Húsa­víkur

Samúel Karl Ólason skrifar
Flogið verður fimm sinnum í viku til Húsavíkur.
Flogið verður fimm sinnum í viku til Húsavíkur. Vísir/Vilhelm

Samningar hafa náðst milli Flugfélagsins Ernis og Vegagerðarinnar um áframhaldandi flug til Húsavíkur næstu þrjá mánuði og verður í kjölfarið ákveðið með framhaldið.

Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að full þörf sé á flugsamgöngum frá Reykjavíkur til Húsavíkur, hvort sem er fyrir almenning, fyrirtæki, stofnanir eða ferðaþjónustu. Búið er að opna á sölu á flugferðum út febrúar í minnsta lagi.

Flogið verður fimm sinnum í viku til Húsavíkur. Á næstu vikum og mánuðum mun það svo skýrast hvort þjónustustigið verði tryggt til lengri tíma.

Síðast var tilkynnt í byrjun október að samningar hefðu náðst um flugferðir þann mánuðinn og í þessum mánuði.

Forsvarsmenn Ernis ætluðu fyrir það að hætta að fljúga til Húsavíkur, þar sem tap hefði verið á flugleiðinni um nokkuð skeið.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×