„Þetta líktist helst rokktónleikum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2023 20:00 Albert Þór Magnússon er eigandi Lindex á Íslandi og umboðsaðili Gina Tricot. Vísir/Arnar Svartur föstudagur, einn stærsti verslunardagur ársins, er í dag. Fjöldi verslana bauð upp á afslátt í dag, en sumar þeirra fóru fjölbreyttari leiðir við að halda upp á daginn. Dagurinn er að bandarískri fyrirmynd og markar upphaf jólainnkaupatímabilsins. Hjá þeim verslunum sem buðu upp á afslátt í dag var heilmikið að gera. Sumir buðu upp á allt að áttatíu prósent afslátt. „Við erum búin að vera með fulla búð í dag og fullt bílastæði. Við erum líka búin að sjá það að netið er að koma sterkt inn. Við gerðum könnun hjá okkar viðskiptavinum og þar kom í ljós að 74 prósent voru líklegri en ekki til þess að kaupa jólagjafirnar á tilboðsdögum. Þannig það er mjög líklegt að það séu margir hérna að kaupa jólagjafirnar,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko. Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko.Vísir/Arnar Myrkur í Góða hirðinum Aðrir tóku deginum ögn rólegra, eins og í Góða hirðinum. „Við ákváðum að slaka aðeins á, hafa myrkan föstudag. Slökkva ljósin, bjóða upp á piparkökur, spil og setjast niður og fletta í bók. Þarft ekki endilega að kaupa neitt bara aðeins að ganga hægt inn um gleðinnar dyr á þessum sturlaða föstudegi,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Góða hirðinum. „Hér er allt stútfullt af vörum sem voru einhvern tímann á geðveiku tilboði á svörtum föstudegi og við notuðum mjög mjög lítið.“ Freyr Eyjólfsson, verkefnastejóri hjá Góða hirðinum. Vísir/Arnar Gefa til góðgerðarmála Þá buðu einhverjir ekki upp á afslátt heldur gefa þess í stað hluta sölu til góðgerðarmála. „Okkur kannski smá ofbauð þessi ofneysla í kringum Black Friday og ákváðum að taka annan snúning á þessu. Í fyrra ákváðum við láta tuttugu prósent af sölunni á föstudegi og mánudegi til Einstakra barna. Það gekk ótrúlega vel og við söfnuðum 800 þúsund krónum rúmlega sem við afhendum félaginu. Í ár ætlum við að gera slíkt hið sama en við munum láta tuttugu prósent af sölunni renna til Gleym Mér Ei sem er styrktarfélag foreldra sem missa í meðgöngu, við fæðingu eða eftir fæðingu,“ segir Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Vísir/Arnar Rokkstjörnur í Kringlunni Tilboðin vara oftast bara í einn dag í Bandaríkjunum en á Íslandi hafa margar verslanir tekið upp á því að dreifa þessu yfir heila viku. Til að mynda ákváðu eigendur Ginu Tricot að opna fyrstu verslunina sína hér í Kringlunni í gær. „Þetta líktist helst rokktónleikum. Þetta var sögulegt og án nokkurra fordæma,“ segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi. „Við kölluðum út þrefalda öryggisvakt. Hérna voru öryggisaðilar á hverju strái. Þetta er framar okkar björtustu vonum og við bjuggumst ekki við þessum fjölda þannig að við þurftum að gera ráðstafanir og það gerðum við.“ Albert Þór Magnússon er eigandi Lindex á Íslandi og umboðsaðili Gina Tricot.Vísir/Arnar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Verslun Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hjá þeim verslunum sem buðu upp á afslátt í dag var heilmikið að gera. Sumir buðu upp á allt að áttatíu prósent afslátt. „Við erum búin að vera með fulla búð í dag og fullt bílastæði. Við erum líka búin að sjá það að netið er að koma sterkt inn. Við gerðum könnun hjá okkar viðskiptavinum og þar kom í ljós að 74 prósent voru líklegri en ekki til þess að kaupa jólagjafirnar á tilboðsdögum. Þannig það er mjög líklegt að það séu margir hérna að kaupa jólagjafirnar,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko. Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko.Vísir/Arnar Myrkur í Góða hirðinum Aðrir tóku deginum ögn rólegra, eins og í Góða hirðinum. „Við ákváðum að slaka aðeins á, hafa myrkan föstudag. Slökkva ljósin, bjóða upp á piparkökur, spil og setjast niður og fletta í bók. Þarft ekki endilega að kaupa neitt bara aðeins að ganga hægt inn um gleðinnar dyr á þessum sturlaða föstudegi,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Góða hirðinum. „Hér er allt stútfullt af vörum sem voru einhvern tímann á geðveiku tilboði á svörtum föstudegi og við notuðum mjög mjög lítið.“ Freyr Eyjólfsson, verkefnastejóri hjá Góða hirðinum. Vísir/Arnar Gefa til góðgerðarmála Þá buðu einhverjir ekki upp á afslátt heldur gefa þess í stað hluta sölu til góðgerðarmála. „Okkur kannski smá ofbauð þessi ofneysla í kringum Black Friday og ákváðum að taka annan snúning á þessu. Í fyrra ákváðum við láta tuttugu prósent af sölunni á föstudegi og mánudegi til Einstakra barna. Það gekk ótrúlega vel og við söfnuðum 800 þúsund krónum rúmlega sem við afhendum félaginu. Í ár ætlum við að gera slíkt hið sama en við munum láta tuttugu prósent af sölunni renna til Gleym Mér Ei sem er styrktarfélag foreldra sem missa í meðgöngu, við fæðingu eða eftir fæðingu,“ segir Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Vísir/Arnar Rokkstjörnur í Kringlunni Tilboðin vara oftast bara í einn dag í Bandaríkjunum en á Íslandi hafa margar verslanir tekið upp á því að dreifa þessu yfir heila viku. Til að mynda ákváðu eigendur Ginu Tricot að opna fyrstu verslunina sína hér í Kringlunni í gær. „Þetta líktist helst rokktónleikum. Þetta var sögulegt og án nokkurra fordæma,“ segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi. „Við kölluðum út þrefalda öryggisvakt. Hérna voru öryggisaðilar á hverju strái. Þetta er framar okkar björtustu vonum og við bjuggumst ekki við þessum fjölda þannig að við þurftum að gera ráðstafanir og það gerðum við.“ Albert Þór Magnússon er eigandi Lindex á Íslandi og umboðsaðili Gina Tricot.Vísir/Arnar
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Verslun Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira