Viðskipti innlent

Til­boðið í Marel í lægri kantinum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Snorri Jakobsson (t.v.) segir tilboð JBT í Marel vera í lægri kantinum. Til hægri er Árni Sigurðsson, starfandi forstjóri Marel.
Snorri Jakobsson (t.v.) segir tilboð JBT í Marel vera í lægri kantinum. Til hægri er Árni Sigurðsson, starfandi forstjóri Marel. Vísir/Egill/Marel

Bandarískt fyrirtæki hefur greint frá áhuga sínum á að kaupa Marel. Er mögulegt tilboð 38 prósent hærra en verðmat Marel á íslenskum markaði. Greinandi segir tilboðið þó vera í lægri kantinum. 

Í morgun var greint frá því að bandaríska fyrirtækið JBT hafi lagt fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu varðandi mögulegt yfirtökutilboð í íslenska tæknifyrirtækið Marel.

Lokuðu fyrir viðskipti

Marel rauk upp um þrjátíu prósent, bæði í íslensku og hollensku kauphöllinni, vegna yfirlýsingarinnar. Lokað var fyrir viðskipti með bréfin í báðum kauphöllum um stund vegna þessarar miklu sveiflu.

Mögulega vill fyrirtækið kaupa allt hlutaféð á 363 milljarða króna. Það verðmat er 38 prósent hærra en verð Marel var miðað við lokun markaða í gær.

Svartur föstudagur alla daga

Snorri Jakobsson, eigandi Jakobsson Capital, segir þessa hækkun verðmats ekki koma á óvart.

„Alltaf þegar það er yfirtökutilboð, þá verður að bjóða hærra heldur en gengið er á markaði. Svo almennt er svartur föstudagur alla daga í Kauphöllinni á Íslandi. Almennt er hlutabréfaverð á Íslandi umtalsvert lægra heldur en erlendis,“ segir Snorri.

Hann segir tilboð JBT í lægri kantinum.

„Þetta yfirtökutilboð, það er í lægri enda svona eðlilegs verðmats á félaginu. Þú sérð það að þrátt fyrir það er umtalsvert miklu hærra en gengið á markaði og þetta á við um flest fyrirtæki á markaði,“ segir Snorri. 


Tengdar fréttir

Hugsanlegt tilboð JBT níu prósentum lægra en mat erlendra greinenda

Matvælatæknifyrirtækið John Bean Technologies Corporation býður níu prósent lægra verð í Marel en erlendir greinendur meta íslenska félagið á að meðaltali. Verði af tilboðinu myndi JBT greiða 25 prósent í reiðufé og 75 prósent í formi eigin bréfa. Kauphöllin hefur opnað fyrir viðskipti með bréf Marels á nýjan leik.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×