Viðskipti innlent

Birkir Hrafn nýr fram­kvæmdar­stjóri Höfða

Atli Ísleifsson skrifar
Birkir Hrafn Jóakimsson.
Birkir Hrafn Jóakimsson. Reykjavíkurborg

Birkir Hrafn Jóakimsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Hann hefur störf í desember næstkomandi.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Birkir Hrafn komi til Höfða frá Vegagerðinni. 

„Þar hefur hann gegnt stöðu forstöðumanns stoðdeildar mannvirkjasviðs og borið ábyrgð á rannsóknum, útboðum og leiðbeiningum til starfsmanna og verktaka. 

Birkir Hrafn starfaði áður hjá verkfræðistofunni Verkís. Hann er með M.Sc. próf í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands.“

Malbikunarstöðin Höfði hf. er í eigu Reykjarvíkurborgar og Aflvaka hf. Fyrirtækið var stofnað 1996 þegar að Malbikunarstöð Reykjavíkurborgar og Grjótnám Reykjavíkurborgar var sameinað.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×