Innherji

Trebl­e stefnir á um tveggj­a millj­arð­a fjár­mögn­un frá er­lend­um fjár­fest­um

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Finnud Pind, stofnandi Treble Technologies, vinnur að þriðju fjármögnunarlotu félagsins. Á meðal hluthafa eru Frumtak og Omega í eigu Andra Sveinssonar og Birgir Már Ragnarsonar. Myndin var tekin á fundi Framvís, samtaka engla og vísisfjárfesta.
Finnud Pind, stofnandi Treble Technologies, vinnur að þriðju fjármögnunarlotu félagsins. Á meðal hluthafa eru Frumtak og Omega í eigu Andra Sveinssonar og Birgir Már Ragnarsonar. Myndin var tekin á fundi Framvís, samtaka engla og vísisfjárfesta. Aðsend

Djúptæknifyrirtækið Treble Technologies stefnir á 12-15 milljón evra fjármögnun, jafnvirði 1,8-2,3 milljarða króna, frá erlendum fjárfestum og fjölga starfsmönnum úr 32 í um 50 hérlendis. Evrópski fjárfestingarbankinn hefur skuldbindið sig til að taka þátt í fjárfestingarlotunni og leggja fram jafn háa fjárhæð og safnast frá öðrum fjárfestum, upplýsir framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins.


Tengdar fréttir

„Of þröng“ við­mið fyrir kaup­rétti í ný­sköpunar­fyrir­tækjum

Endurskoða þarf skattalega meðferð kauprétta starfsfólks í nýsköpunar- og hugverkafyrirtækjum. Viðmiðin eru of þröng og henta ekki þorra fyrirtækja í hugverkaiðnaði, segir sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Danskur stjórnandi vísisjóðs sagði að skynsamleg ráðstöfun kauprétta væri mikilvægur þáttur til að skapa frjóan jarðveg til að sprotafyrirtækið geti blómstrað og orðið að einhyrningum.

Vísisjóðir á eftir sprotum sem seldir verða fyrir meira en 100 milljónir dala

Fjögur íslensk fyrirtæki, sem eitt sinn voru sprotar, hafa verið seld fyrir meira en 100 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 14 milljarða króna. Vísisjóðir þurfa að selja einhver fyrirtæki í eignasafninu fyrir slíkar fjárhæðir til að ná góðri ávöxtun. Innlendir vísisjóðir eru með rúmlega 140 erlenda meðfjárfesta í fyrirtækjunum sem þeir styðja við, segir stjórnandi vísisjóðs.

Vísi­sjóðir með fulla vasa fjár eftir tíma­bil sem var „orðið hálf klikkað“

Íslenski vísisjóðir, sem söfnuðu metfjármunum í nýjustu sjóði sína 2021 þegar vextir voru sögulega lágir, eru enn stútfullir af fjármagni þrátt fyrir að hafa fjárfest í fyrirtækjum fyrir um þrettán milljarða króna á síðustu tveimur árum. Sjóðirnir starfa nú í gjörbreyttu umhverfi þar sem verðlagning á sprotafyrirtækjum hefur lækkað verulega og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að afla sér fjármagns. Við erum að koma út úr tímabili sem var „orðið hálf klikkað,“ útskýrir sjóðstjóri, og eðlilega muni núna hægja á sölum á sprotafyrirtækjum.

„Mikil tíðindi“ að útgjöld til rannsóknar og þróunarstarfs hafi aldrei verið meiri

Útgjöld til rannsókna og þróunarstarfs hafa ekki verið meiri frá því mælingar hófust árið 2014. „Þetta eru mikil tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Segja má að atvinnulífið hafi tekið rækilega við sér þegar auknir skattahvatar tóku gildi árið 2020. Uppskeran af aðgerðum stjórnvalda og drifkrafti í íslenskum iðnaði, ekki síst hugverkaiðnaði, eru að koma fram,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, í samtali við Innherja.

Ís­land er í öðru sæti í vís­ifj­ár­fest­ing­um mið­að við höfð­a­töl­u

Ísland er í öðru sæti yfir þau lönd þar sem sprotafyrirtæki hafa fengið hvað mest fjármagn frá vísisjóðum á fyrri helmingi ársins miðað við höfðatölu. Stjórnendur vísisjóða segja í samtali við Innherja að velgegni íslenskra tæknifyrirtækja á undanförnum árum hafi mikið að segja um hve áhugsamir fjárfestar séu um eignaflokkinn.

Sidekick verðmetið á yfir 40 milljarða í fjármögnun leiddri af Novator

Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur tryggt sér 55 milljón Bandaríkjadala fjármögnun, sem samsvarar rúmlega sjö milljörðum íslenskra króna, til þess að styðja við áframhaldandi vöruþróun og vöxt, sérstaklega í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum Innherja var fyrirtækið verðmetið á 300 til 350 milljónir dala í viðskiptunum, eða hátt í 45 milljarða króna.

Spá því að tekjur Controlant brjóti hundrað milljarða múrinn innan fárra ára

Gangi áætlanir Controlant eftir, sem boðar mikinn vöxt í Bandaríkjunum, þá munu tekjur íslenska hátæknifyrirtækisins margfaldast og fara vel yfir 100 milljarða króna á allra næstu árum. Lífeyrissjóðurinn Gildi hyggst leggja félaginu til nærri þrjá milljarða í aukið hlutafé til að styðja við þann vöxt en verðmiðinn á Controlant um þessar mundir jafngildir rétt ríflega væntum árlegum rekstrarhagnaði samkvæmt spám stjórnenda.

Sjóður Frumtaks hagnast um 6 milljarða eftir miklar hækkanir á gengi Controlant

Vísissjóðurinn Frumtak 2, sem er rekinn af Frumtak Ventures og er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, skilaði um 6.050 milljónum króna í hagnað á árinu 2021 borið saman við rúmlega einn milljarð króna árið áður. Hagnaður sjóðsins kemur einkum til vegna stórs eignarhlutar í hátæknifyrirtækinu Controlant sem hefur margfaldast í virði og var metinn á tæplega átta milljarða í lok síðasta árs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×