Viðskipti innlent

Bein út­sending: Dagur verk­fræðinnar

Boði Logason skrifar
Sjá má Hallgrímskirkju sem hefur verið þrívíddarprentuð úr málmi á Degi verkfræðinnar.
Sjá má Hallgrímskirkju sem hefur verið þrívíddarprentuð úr málmi á Degi verkfræðinnar. Vilhelm

Dagur verkfræðinnar verður haldinn á Hótel Hilton í dag og verður í beinu streymi hér á Vísi. Dagskráin hefst klukkan 13.00 og lýkur klukkan 17.00.

Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir viðburðinum en félagið fagnar 111 ára afmæli á þessu ári. Í tilkynningu segir að markmiðið með deginum sé að kynna verkfræðina sem fag, verkefni og störf og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.

Meðal fyrirlestra má nefna Þrívíddarprentun úr málmi, Læknisfræðileg myndgreining til að greina breytileika í heila, Talað við tækin – tækin skilja rödd, Þróun verkfræðináms, Framtíðarsýn og margt fleira. 

Líkan af Hallgrímskirkju auk annarra muna prentaðir af nýjum málm-þrívíddarprentara Tæknisetursins verða þá einnig til sýnis.

Útsendingin verður textuð í rauntíma af hugbúnaði Tíró, búnaði sem er í þróun til að auðvelda textagerð fyrir sjónvarpsútsendingar.

Teningurinn veittur

Þá verður Teningurinn veittur en hann er viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd. 

Markmið Teningsins er að vekja athygli á vel útfærðum og áhugaverðum verkefnum sem verkfræðingar og tæknifræðingar vinna að. 

Dagskránna má nálgast hér.

Salur AB:

Salur A:

Salur H/I:

Salur B:

Salur B með Tiro rauntímatextun:





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×