Viðskipti innlent

Edda Ara­dóttir á lista TIME

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Aðsend

Edda Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix er á lista TIME yfir 100 áhrifamestu viðskiptaleiðtoga á sviði loftslagsmála. Það kemur fram í tilkynningu frá Carbfix.

„Ritstjórar og fréttamenn TIME fengu tilnefningar og meðmæli frá leiðtogum í iðnaði, samtökum á borð við Global Optimism og The B Team, og frá ráðgjafanefnd TIMECO2. Við valið var horft til þátta á borð við hversu nýlega viðkomandi hefur náð árangri, umfang árangurs og áhrifa viðkomandi.“

Í viðtali við TIME segir Edda að nauðsynlegt sé að gera meiri kröfur til yfirvalda varðandi lofstlagsmál.

Aðspurð um hvað henni fyndist vera mikilvægast í baráttunni við loftslagsbreytingar næsta árið segir hún: „Auknar kröfur á yfirvöld að standa við markmið sín á hnitmiðaðari og gagnsæjari hátt. Meðal annars með aukinni fjárveitingu til verkefna sem sporna við loftslagsbreytingum, meðal annars í suðurálfum, en einnig með skilvirkara regluverki.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×