Körfubolti

Goð­sagna­kennd lið: „Þarna lærði maður að vera smá hroka­gikkur og að vinna“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Skúlason með Íslandsbikarinn eftir sigur Keflavíkur 1997 og Rondey Robinson fagnar sigri Njarðvíkur 1995.
Guðjón Skúlason með Íslandsbikarinn eftir sigur Keflavíkur 1997 og Rondey Robinson fagnar sigri Njarðvíkur 1995. Samsett/S2 Sport

Úrslitakeppni karla í körfubolta var tekin upp árið 1984. Körfuboltakvöld ætlar að komast að því hvað er besta lið allra tíma. Að þessu sinni var viðureignin á milli Njarðvíkurliðsins frá 1995 og Keflavíkurliðsins frá 1997.

Magnús Þór Gunnarsson og Helgi Már Magnússon voru sérfræðingar kvöldsins og töluðu fyrir sitt hvoru liðinu. Magnús fyrir fjórföldum meisturum Keflavíkur frá 1997 og Helgi fyrir Íslandsmeisturum Njarðvíkur frá 1995.

Keflvíkingar unnu alla fjóra titla í boði þennan vetur því þeir urðu Íslandsmeistarar, bikarmeistarar, fyrirtækjabikarmeistarar og deildarmeistarar. Liðið tapaði bara 3 leikjum af 22 í deildinni og vann átta af níu leikjum sínum í úrslitakeppninni.

Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar og deildarmeistarar 1995 og fengu silfur í bikarkeppninni. Njarðvíkurliðið vann 31 af 32 leikjum sínum í deildinni og níu af tólf leikjum í úrslitakeppninni.

Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavík 1997 vs Njarðvík 1995

Við grípum aðeins niður í umræðu um Keflavíkurliðið.

„Þarna erum við með einhverja fjóra, fimm landsliðsmenn og örugglega, ég ætla ekki að segja besta kanann en topp þrír kana sem hefur komið til Íslands held ég, Damon Johnson,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson.

„Damon var með svona svægi. Þetta er kannski ekki besti körfuboltamaðurinn en það var eitthvað sem fylgdi honum sjálfstraust sem ég held að hann hafi komið í ykkur. Ekki að það hafi vantað sjálfstraust í þessa menn,“ sagði Helgi Már Magnússon.

„Þarna lærði maður að vera smá hrokagikkur og að vinna. Af þessum mönnum Fal, Gaua, Alla Óskars og Damon. Gunna Einars. Þetta lið vinnur Njarðvík alltaf,“ sagði Magnús.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hér að neðan er hægt að taka þátt í skoðunarkönnun um hvort liðið sé betra.

Það er síðan hægt að kjósa um hvort liðið eigi að fara áfram hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×