Viðskipti innlent

Hægt verður að borga strætóferð með korti án að­komu Klapps

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Klappið verður ekki eina lausn fólks til að greiða fyrir strætóferð. Á næsta ári verður hægt að greiða með greiðslukorti. 
Klappið verður ekki eina lausn fólks til að greiða fyrir strætóferð. Á næsta ári verður hægt að greiða með greiðslukorti.  Stöð 2/Egill

Stefnt er að því að innleiða þann möguleika að greiða fyrir strætóferð með snertilausu greiðslukorti á fyrrihluta næsta árs. Þannig verður möguleiki fólks á að greiða fyrir staka strætóferð ekki háður því hvort það hafi aðgang að Klappinu.

Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Einarsdóttur, deildarstjóra skipulag- og leiðarkerfis Strætó, á opnum fundi um samgöngur í Reykjavík í morgun. Frá því að Klappið, app strætó, var tekið í notkun hefur það verið eina leiðin til að greiða fyrir strætóferð en á sama tíma voru hinir margreyndu strætómiðar teknir úr notkun. 

Þá er ekki hægt að greiða fargjaldið með korti um borð í strætó, eins og er hægt að gera víða annars staðar. Má þar nefna strætókerfi Lundúnaborgar, þar sem hægt er að greiða fargjaldið með snertilausu greiðslukorti, sama hvort kortið sjálft er notað eða kortið í símanum.

„Nú þegar er hægt að borga með Klappinu eða plastkorti en nú þegar er verið að vinna að því að innleiða snertilaus greiðslukort og við stefnum að því að það verði komið á fyrri hluta næsta árs. Það virkar þá þannig að þú getur labbað inn í vagninn, notað kreditkortið þitt á skannann sama hvort það er kortið sjálft eða síminn og borgað þannig fyrir farið,“ segir Ragnheiður. 

„Svo erum við að vinna að svokölluðu Kappi, sem er greiðsluþak þannig að þú borgar aldrei meira en dagspassi eða vikupassi [kosta]. Þá geturðu bara borgað fullt gjald þegar þú mætir í strætó en þegar þú ert kominn í upp í verð dagspassa þá borgarðu ekki meira þann daginn. Sama með viku. Þú þarft þá minna að hugsa, getur bara borgað í stað þess að ákveða hvort þú ætlir að kaupa dagspassa eða vikupassa.“

Hægt er að horfa á kynningu Ragnheiðar í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir

Stjórn Strætó hefur tekið á­kvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næst­komandi og mun Klappið taka al­farið við. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Hjálpar fólki að missa ekki af strætó

Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. 

Klappið umtalaða hjá Strætó vinnur til alþjóðlegra verðlauna

Klappið, greiðslukerfi Strætó, hlaut alþjóðleg verðlaun sem veitt eru framúrskarandi lausnum á sviði rafrænna greiðslukerfa. Greiðslukerfið hefur verið nokkuð umtalað síðan það var tekið í gagnið og valdið mörgum notandanum hugarangri.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×