„Hún er það góð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2023 16:30 Caitlin Clark er frábær leikmaður og algjör lykilleikmaður hjá Iowa Hawkeyes. Getty/G Fiume Caitlin Clark er fyrir löngu orðin stórstjarna í bandarísku íþróttalífi eftir frammistöðu sína í bandaríska háskólakörfuboltanum síðustu ár. NBA stórstjörnur eru meðal þeirra sem hafa dásamað leik hennar og áhuginn á skólaliði hennar er rosalegur sem sést á því að miðar á leiki liðsins fjúka út. Clark hafði leikandi getað komist að í WNBA deildinni en ákvað að klára fjórða árið sitt í Iowa skólanum. Hún er sannkölluð súperstjarna og WNBA liðin vonast til að fá fyrsta valrétt til að geta valið hana. Clark er nú mætt aftur til leiks á lokaári sínu með Iowaa og hún var heldur betur í stuði í leik á móti Virginia Tech. Hún skoraði 44 stig í leiknum auk þess að gefa 6 stoðsendingar og taka 8 fráköst. Hún átti beinan þátt í 19 af 28 körfum Iowa liðsins. 40-point games vs. AP Top 10 opponents, since 2021-22:Caitlin Clark, @IowaWBB: 4All other men & women combined: 0 pic.twitter.com/sxeMEAdFhR— OptaSTATS (@OptaSTATS) November 10, 2023 Iowa þurfti líka á öllum hennar stigum að halda því liðið rétt marði sigur 80-76. Kenny Brooks, þjálfari Virginia Tech, hristi bara hausinn þegar hann var spurður út í hvað hann reyndi til að hægja á Clark. „Ég elska stelpurnar í mínu liði en stundum ertu að spila damm þegar mótherjinn er að spila skák. Hún er það góð,“ sagði Kenny Brooks. Clark hefði getað verið með miklu fleiri stoðsendingar því liðsfélagar hennar fóru oft illa með sniðskot sem hún bjó til fyrir þá. „Hún er einn allra besti leikmaður sinnar kynslóðar og við munum fá að fylgjast lengi með henni spila á mjög háu getustigi,“ sagði Brooks. Eftir að leiknum lauk þá þyrptust að henni ungir krakkar í Iowa treyju númer 22 sem vildu fá eiginhandaráritun frá henni. Hún eyddi nokkrum mínútum í að gefa þær áður en hún var kölluð inn í klefa. Caitlin Clark tonight! 44 Points 13/31 Shooting 13/17 Free Throws 8 Rebounds 6 Assists 5 Threes 1 Turnover Video: @IQfor3 pic.twitter.com/Satjtk9CdK— Ballislife.com (@Ballislife) November 10, 2023 Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Enn tapar Vardy fyrir Rooney í dómssalnum Fótbolti Síðasta tímabil Haaland með Manchester City? Enski boltinn Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Enski boltinn Heimir minntist Baldock Fótbolti Íslenskt verðlaunalið selur klósettpappír upp í ferð á stórmót Sport Býður upp á ítalska Haggis-pítsu til heiðurs McTominay og Gilmour Fótbolti „Þá bilaðist allt og ég líka hérna á hliðarlínunni“ Körfubolti „Ég er ótrúlega óþolinmóður maður“ Körfubolti Hart tekist á í nýjum leik: „Ef þú rústar mér ekki þá er það galið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Heimir heimsækir Grikki, NFL og Bónus Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Hart tekist á í nýjum leik: „Ef þú rústar mér ekki þá er það galið“ „Ég er ótrúlega óþolinmóður maður“ „Þá bilaðist allt og ég líka hérna á hliðarlínunni“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 80-92 | Þægilegt hjá Grindavík í Ólafssal Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-80 | Vígðu nýju Ljónagryfjuna með sigri Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Martin stigahæstur á móti Barcelona Hún er svo klár og því er þetta ekki svo hræðilegt Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley „Naut þessa leiks í botn“ „Verðum að gera betur og halda haus, þetta var ennþá okkar leikur“ „Erfitt að segja að við höfum unnið á einhverju ákveðnu“ Uppgjörið: ÍR - Tindastóll 82-93 | Stólarnir komnir á blað Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 88-95 | Þórsarar kláruðu dæmið í framlengingu Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Uppgjörið: Höttur - Keflavík 120-115 | Fáliðaðir Hattarmenn kláruðu Keflvík í framlengingu Danny Green leggur skóna á hilluna Finnur Freyr í veikindaleyfi Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Flottur leikur Elvars í sigri í Evrópubikarnum Dagur Kár neyðist til að hætta „Ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík“ Hvar er þessi? „Þetta er eitthvað biblíudæmi“ GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ „Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ „Fyrir mig er mikilvægt að liðið geri það sem við biðjum um“ Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Sjá meira
NBA stórstjörnur eru meðal þeirra sem hafa dásamað leik hennar og áhuginn á skólaliði hennar er rosalegur sem sést á því að miðar á leiki liðsins fjúka út. Clark hafði leikandi getað komist að í WNBA deildinni en ákvað að klára fjórða árið sitt í Iowa skólanum. Hún er sannkölluð súperstjarna og WNBA liðin vonast til að fá fyrsta valrétt til að geta valið hana. Clark er nú mætt aftur til leiks á lokaári sínu með Iowaa og hún var heldur betur í stuði í leik á móti Virginia Tech. Hún skoraði 44 stig í leiknum auk þess að gefa 6 stoðsendingar og taka 8 fráköst. Hún átti beinan þátt í 19 af 28 körfum Iowa liðsins. 40-point games vs. AP Top 10 opponents, since 2021-22:Caitlin Clark, @IowaWBB: 4All other men & women combined: 0 pic.twitter.com/sxeMEAdFhR— OptaSTATS (@OptaSTATS) November 10, 2023 Iowa þurfti líka á öllum hennar stigum að halda því liðið rétt marði sigur 80-76. Kenny Brooks, þjálfari Virginia Tech, hristi bara hausinn þegar hann var spurður út í hvað hann reyndi til að hægja á Clark. „Ég elska stelpurnar í mínu liði en stundum ertu að spila damm þegar mótherjinn er að spila skák. Hún er það góð,“ sagði Kenny Brooks. Clark hefði getað verið með miklu fleiri stoðsendingar því liðsfélagar hennar fóru oft illa með sniðskot sem hún bjó til fyrir þá. „Hún er einn allra besti leikmaður sinnar kynslóðar og við munum fá að fylgjast lengi með henni spila á mjög háu getustigi,“ sagði Brooks. Eftir að leiknum lauk þá þyrptust að henni ungir krakkar í Iowa treyju númer 22 sem vildu fá eiginhandaráritun frá henni. Hún eyddi nokkrum mínútum í að gefa þær áður en hún var kölluð inn í klefa. Caitlin Clark tonight! 44 Points 13/31 Shooting 13/17 Free Throws 8 Rebounds 6 Assists 5 Threes 1 Turnover Video: @IQfor3 pic.twitter.com/Satjtk9CdK— Ballislife.com (@Ballislife) November 10, 2023
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Enn tapar Vardy fyrir Rooney í dómssalnum Fótbolti Síðasta tímabil Haaland með Manchester City? Enski boltinn Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Enski boltinn Heimir minntist Baldock Fótbolti Íslenskt verðlaunalið selur klósettpappír upp í ferð á stórmót Sport Býður upp á ítalska Haggis-pítsu til heiðurs McTominay og Gilmour Fótbolti „Þá bilaðist allt og ég líka hérna á hliðarlínunni“ Körfubolti „Ég er ótrúlega óþolinmóður maður“ Körfubolti Hart tekist á í nýjum leik: „Ef þú rústar mér ekki þá er það galið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Heimir heimsækir Grikki, NFL og Bónus Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Hart tekist á í nýjum leik: „Ef þú rústar mér ekki þá er það galið“ „Ég er ótrúlega óþolinmóður maður“ „Þá bilaðist allt og ég líka hérna á hliðarlínunni“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 80-92 | Þægilegt hjá Grindavík í Ólafssal Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-80 | Vígðu nýju Ljónagryfjuna með sigri Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Martin stigahæstur á móti Barcelona Hún er svo klár og því er þetta ekki svo hræðilegt Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley „Naut þessa leiks í botn“ „Verðum að gera betur og halda haus, þetta var ennþá okkar leikur“ „Erfitt að segja að við höfum unnið á einhverju ákveðnu“ Uppgjörið: ÍR - Tindastóll 82-93 | Stólarnir komnir á blað Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 88-95 | Þórsarar kláruðu dæmið í framlengingu Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Uppgjörið: Höttur - Keflavík 120-115 | Fáliðaðir Hattarmenn kláruðu Keflvík í framlengingu Danny Green leggur skóna á hilluna Finnur Freyr í veikindaleyfi Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Flottur leikur Elvars í sigri í Evrópubikarnum Dagur Kár neyðist til að hætta „Ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík“ Hvar er þessi? „Þetta er eitthvað biblíudæmi“ GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ „Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ „Fyrir mig er mikilvægt að liðið geri það sem við biðjum um“ Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta