Viðskipti innlent

Ásta Guð­munds­dóttir í fram­kvæmda­stjórn Icelandia

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ásta Guðmundsdóttir, er orðin framkvæmdastjóri ferðasviðs Icelandia.
Ásta Guðmundsdóttir, er orðin framkvæmdastjóri ferðasviðs Icelandia.

Kynnisferðir, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, hafa ráðið Ástu Guðmundsdóttur sem framkvæmdastjóra ferðasviðs en fyrirtækið er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Ásta hafi nú þegar hafið störf. Sem framkvæmdastjóri ferðasviðs mun hún leiða afkomu Reykjavik Excursions og Flybus með áherslu á upplifun viðskiptavina, vöruframboð og þjónustuþróun.

Ásta er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og með MSc gráðu í verkefnastjórnun frá Lancaster University í Bretlandi.

Hún starfaði áður hjá Origo í tæp 10 ár meðal annars sem verkefnastjóri og hópstjóri. Þar starfaði hún svo síðustu 5 ár sem forstöðumaður á Þjónustulausnasviði, þar sem hún bar meðal annars ábyrgð á kerfisrekstri og notendaþjónustu til viðskiptavina, verkefnastýringu og þjónustuupplifun.

Ásta er gift Ægi Guðmundssyni, forstöðumanni á upplýsingatæknisviði hjá Controlant og eiga þau þrjú börn.

„Það er mögnuð orka hjá fyrirtækinu sem býr yfir gríðarlegum mannauði til að takast á við spennandi verkefni í vaxandi ferðaþjónustu. Bransinn leggst vel í mig og ég er mjög spennt fyrir komandi verkefnum,“ er haft eftir Ástu.

„Íslensk ferðaþjónusta hefur tekið hratt við sér frá því að faraldrinum lauk. Velta Kynnisferða var á síðasta ári kr. 11,5 milljarðar og nú starfa um 600 manns starfa hjá okkur. Rekstur félagsins hefur breyst mikið eftir sameiningu við Eldey TLH og Activity Iceland og er félagið orðið afar fjölbreytt ferðaþjónustufyrirtæki,“ segir Björn Ragnarsson, forstjóri Icelandia

„Við erum gríðarlega ánægð með að fá Ástu inn í framkvæmdastjórnarteymið okkar. Stefna félagsins er að veita viðskiptavinum okkar afar fjölbreytta þjónustu með áframhaldandi áherslu á gæði og öryggismál, ásamt framúrskarandi þjónustu og gera þannig upplifun okkar gesta sem allra besta þegar þeir heimsækja Ísland,“ segir Björn Ragnarsson forstjóri Icelandia.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×