Húsnæðisverð hækki mest á Íslandi og fyrstu kaupendur í vanda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 13:01 Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptafræðideild HÍ heldur erindi um húsnæðismarkaðinn í hádeginu á morgun á Háskólatorgi HÍ. Vísir/Arnar Fyrstu kaupendur eiga erfiðara með að kaupa sér húsnæði nú en eldri kynslóðir og fyrir einhverja hópa er það nánast vonlaust. Dósent við HÍ telur Seðlabankann bera ábyrgð á þessari þróun með vaxtaákvörðunum síðustu ár. Mannfjöldaþróun sé einnig stór áhrifavaldur. Það verður sífellt erfiðara fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við Háskóla Íslands. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, segir að miðað hafi verið við árið 2011 því þá hafi verið byrjað að mæla vísitölur sem gagnist slíkum rannsóknum. „Þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist frá árinu 2011 þá hefur hann nánast strikast út þegar kemur að því að að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Ástæðan er hækkun á húsnæðisverði og hækkandi leiguverði,“ segir Már. Hann segir að það taki að meðaltali um þrjú ár fyrir einstæðinga að safna sér fyrir útborgun. Einstæðir foreldrar séu í enn erfiðari stöðu. „Það tekur um tíu ár fyrir einstætt foreldri að safna sér fyrir útborgun miðað við að viðkomandi lifi við grunnneysluviðmið,“ segir Már. Hann segir að fyrir þessa hópa megi ekkert útaf bregða þ.e. óvænt áföll geti lengt tímabilið enn meira. „Það er nánast vonlaust fyrir þessa hópa að safna sér fyrir íbúð. Það er hins vegar auðveldara þegar tveir eru að safna fyrir útborgun þannig að hjón eða pör hafa töluvert miklu betri möguleika,“ segir Már. Hann segir helstu ástæðuna fyrir þessu vera sífellt hærra húsnæðisverð sem skýrist meðal annars af mannfjöldaþróun og ferðamennsku. „Framboðshliðin hefur verið að minnka og eftirspurnahliðin að aukast gríðarlega vegna mannfjöldaþróunnar sem gerir það að verkum að húsnæðisverð er að hækka mest í heiminum hér á landi. Már telur einnig Seðlabankann eiga stóran þátt í þróuninni á húsnæðismarkaði. „Seðlabankinn lækkaði vexti alltof mikið það varð eins og olía á eldinn þegar kemur að hækkandi húsnæðisverði. Þá byrjaði bankinn alltof seint að hækka vexti á ný því það var strax ljóst í ársbyrjun 2021 að hér væri húsnæðisbóla að myndast,“ sagði Már Wolfang Mixa sem einnnig var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Seðlabankinn Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Það verður sífellt erfiðara fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við Háskóla Íslands. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, segir að miðað hafi verið við árið 2011 því þá hafi verið byrjað að mæla vísitölur sem gagnist slíkum rannsóknum. „Þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist frá árinu 2011 þá hefur hann nánast strikast út þegar kemur að því að að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Ástæðan er hækkun á húsnæðisverði og hækkandi leiguverði,“ segir Már. Hann segir að það taki að meðaltali um þrjú ár fyrir einstæðinga að safna sér fyrir útborgun. Einstæðir foreldrar séu í enn erfiðari stöðu. „Það tekur um tíu ár fyrir einstætt foreldri að safna sér fyrir útborgun miðað við að viðkomandi lifi við grunnneysluviðmið,“ segir Már. Hann segir að fyrir þessa hópa megi ekkert útaf bregða þ.e. óvænt áföll geti lengt tímabilið enn meira. „Það er nánast vonlaust fyrir þessa hópa að safna sér fyrir íbúð. Það er hins vegar auðveldara þegar tveir eru að safna fyrir útborgun þannig að hjón eða pör hafa töluvert miklu betri möguleika,“ segir Már. Hann segir helstu ástæðuna fyrir þessu vera sífellt hærra húsnæðisverð sem skýrist meðal annars af mannfjöldaþróun og ferðamennsku. „Framboðshliðin hefur verið að minnka og eftirspurnahliðin að aukast gríðarlega vegna mannfjöldaþróunnar sem gerir það að verkum að húsnæðisverð er að hækka mest í heiminum hér á landi. Már telur einnig Seðlabankann eiga stóran þátt í þróuninni á húsnæðismarkaði. „Seðlabankinn lækkaði vexti alltof mikið það varð eins og olía á eldinn þegar kemur að hækkandi húsnæðisverði. Þá byrjaði bankinn alltof seint að hækka vexti á ný því það var strax ljóst í ársbyrjun 2021 að hér væri húsnæðisbóla að myndast,“ sagði Már Wolfang Mixa sem einnnig var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun.
Seðlabankinn Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent